Tónverk eftir Báru Gísladóttur, Högna, og fleiri kynnt á PODIUM – metnaðarfullum nýjum vettvangi fyrir samtímatónlist í útflutningi

PODIUM er kynningarviðburður haldinn í tengslum við Myrka Músíkdaga þar sem tónlistarfólki í samtímatónlist gefst tækifæri til að kynna verk sín fyrir listrænum stjórnendum á heimsmælikvarða. Tónverk kynnt eftir Báru Gísladóttur, Gyðu Valtýsdóttir, Úlf Eldjárn, Högna Egilsson, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Mathias Engler, og Stefán Sand.

Read More
Iceland Music
Úthlutun á ferðastyrkjum Útflutningssjóðs 2023

Markmið Útflutningssjóðs er að styrkja íslenskt tónlistarfólk í viðleitni sinni við að skapa sér alþjóðlegan feril í tónlist, og auka þar með verðmæti íslenskrar tónlistar í heild. 

Á árinu sem var að líða var all sótt um 75.8 milljónir og veitt var 24.8 milljónum úr sjóðnum. Í ferðastyrki voru alls veittar 16.060.000 krónur sem skiptist á 67 verkefni. 

Árið 2023 er í síðasta sinn sem veitt úr sjóðnum þar sem Útflutningssjóður rennur í nýjan tónlistarsjóð árið 2024. Nýr Tónlistarsjóður er í þróun og verður úthlutað samkvæmt öllum deildum er nefndar eru í lögum um Tónlistarsjóð um mitt ár 2024. Nýr Tónlistarsjóður mun taka yfir hlutverk Tónlistarsjóðs, Hljóðritasjóðs og Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. 

Read More
Iceland Music
Úthlutun á markaðsstyrkjum Útflutningssjóðs 2023

Markaðsstyrkir Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar eru veittir til að gera tónlistarfólki kleift að ráðast í umfangsmikil kynningarverkefni á erlendum markaði.

Í kjölfar 40 milljón króna innspýtingar í sjóðinn árið 2022, hefur aldrei verið meiri aðsókn í sjóðinn en nú. Árið 2023 fékk Útflutningssjóður 8 milljónir til viðbótar við sitt venjulega framlag til að mæta aukinni aðsókn. Allir markaðsstyrkir á árinu hafa nú verið veittir, en ein úthlutun er eftir á árinu 2023 í ferðastyrki og þurfa umsóknir um þá styrki að berast fyrir 1. desember.

Read More
Iceland Music
ÚTÓN, STEF, og Tónlistarborgin Reykjavík kynna Bransaveislu dagana fyrir Iceland Airwaves (31. Okt - 1. Nóv 2023)

Þriðjudag og miðvikudag í Airwaves vikunni bjóðum við ásamt samstarfsaðilum upp á viðburðaröð sem tengir þá erlendu fagaðila sem eru á landinu í tilefni af Iceland Airwaves, mikilvægustu bransahátíð (e. showcase) okkar Íslendinga, beint við íslenska tónlistarsamfélagið. Boðið verður upp á meistaranámskeið, vinnustofur, og tækifæri til tengslamyndunar. Dagskráin fer mest fram á KEX.

Read More
Iceland Music
Bransaveisla: Tengslamyndunafundir með fagaðilum í tónlist

ÚTÓN, Tónlistarborgin Reykjavík og STEF með stuðningi frá Íslandsstofu eru að bjóða til landsins fríðum flokki fagaðila til að taka þátt í ráðstefnu Iceland Airwaves. Af því tilefni viljum bjóða íslenska tónlistarsamfélaginu tækifæri til að tengjast þessum aðilum beint bæði til að styrkja tengslin út á við, en líka til að lyfta eigin verkefnum. 

Read More
Iceland Music
Ráðstefna Iceland Airwaves aldrei metnaðarfyllri

Ráðstefnudagskrá Iceland Airwaves aldrei metnaðarfyllri, yfir 30 heimsklassa fagaðilar í tónlist, nýsköpun og skapandi greinum á leið til landsins 2-3 nóvember 2023 fulltrúar Netflix, Spotify, Google, YouTube, EA, Universal, Warner, Hróarskeldu ásamt forsetafrú Íslands ræða algóriðma, fjárfestingar í tónlist, nýsköpun, og fara á trúnó með Sigur Rós.

Read More
Iceland Music
Opið fyrir umsóknir á Classical:NEXT

Showcase hátíðin Classical:NEXT er búin að opna fyrir umsóknir. Hátíðin verður haldin 14 - 17 Maí 2024 í Berlín, Þýskalandi. Á hátíðinni koma saman útgáfufyrirtæki, auglýsingastofur, hátíðarframleiðendur, bókarar, útvarpsstöðvar, fjölmiðlafulltrúar og allskonar áhugafólk um Klassíska tónlist, til að tengjast, uppgötva nýja hæfileika og njóta.

Read More
Iceland Music
Opið fyrir umsóknir á Lille metal festival

Lille Metal Music Showcase er fyrsta showcase hátíðin í Evrópu með áherslu á Metal senuna. Hátíðin verður haldin í fyrsta skiptið 6- 8 Febrúar, 2024 í Lille Grand Palais, Frakklandi. L2MS setur sérstaka áherslu á að vekja meiri athygli á Metal senunni, gera hátíðina aðgengilega og gefa upprennandi tónlistarfólki aðgang að fagfólki úr geiranum.

Read More
Iceland Music
Opið fyrir umsóknir á The Great Escape

The Great Escape er búið að opna fyrir umsóknir. The Great Escape er tónlistarhátíð þar sem 500 listamenn frá öllum heimshornum koma fram á 30+ stöðum víðs vegar um borgina og hátíðarsvæði á ströndinni, Brighton Beach.

Hátíðin er fyrir almenning að kynnast nýjustu uppáhalds tónlistinni sinni en einnig sóttur af bransafólki sem eru að leita að næsta “big thing” í tónlist. Þarna eru ráðstefnur samhliða tónleikunum þar sem fram koma áhugaferð pallborð, málefnalegar umræður, framsöguræður og nettækifæri.

Read More
Iceland Music
Opið fyrir umsóknir á Jazzahead!

Jazzahead! er búið að opna fyrir umsóknir. Jazzahead í Bremen er, eins og gefur að skilja, stærsta jazzráðstefna í evrópu, oft kölluð „The Family Reunion of Jazz“. Þar koma saman tónlistarmenn, útgáfufyrirtæki, auglýsingastofur, hátíðarframleiðendur, bókarar, útvarpsstöðvar, evil fjölmiðlafulltrúar og allskonar áhugafólk um jazz, í fjóra daga til að tengjast, uppgötva nýja hæfileika og njóta.

Read More
Iceland Music
SUMARPARTÝ ÚTÓN // ICELAND MUSIC SUMMER PARTY

Fimmtudaginn 24 ágúst klukkan 17:00 bjóðum við bæði tónlistarfólki og fagaðilum innan tónlistariðnaðarins í sannkallað SUMARPARTÝ ÚTÓN, þar sem umræðuefnið verður einfaldlega útflutningur á tónlist. Sérstök áhersla verður lögð á hvernig má nýta sér þann vettvang sem svokallaðar 'showcase' hátíðir bjóða upp á.

Read More
Iceland Music
Þrjú frá Íslandi titluð “TOP 20 UNDER 30 – Nordic Music Biz 2023”

Í dag birta útflutningsskrifstofur Norðurlandana NOMEX, sjötta stærsta tónlistarmarkaðs heims, lista yfir “Top 20 Under 30 – Nordic Music Biz” eða þau 20 undir þrítugu sem skara fram úr í tónlistariðnaðinum. Það eru þau Bjarni Daníel Þorvaldsson, Junia Lin Jónsdóttir og Sólveig Matthildur Kristjánsdóttir sem fara frá Íslandi að taka á móti viðurkenningunni við hátíðlega athöfn á tónlistarhátíðinni By:Larm sem fer fram í Osló í næsta mánuði.

Read More
Iceland Music
Opið fyrir umsóknir á Reeperbahn

Tónlistarhátíðin Reeberbahn Festival í Hamborg, Þýskalandi hefur opnað fyrir umsóknir, hún mun fara fram 20 - 23 September 2023. Showcase hátíðin er einn mikilvægasti samkomustaður tónlistariðnaðarins um allan heim og stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu.

Read More
Iceland Music