Opið fyrir umsóknir í Nordic Folk Alliance, Maí 2024 – Frestur til 26. Nóvember

Umsóknarfrestur er til 26. November.

Íslenskt tónlistarfólk getur nú sótt um að spila á fjórðu útgáfu ‘Nordic Folk Alliance’ sem haldin verður 21.-24. maí 2024 í Hróarskeldubænum í Danmörku. Nordic Folk Alliance er showcase hátíð þar sem bæði tónlistarfólk og tónlistariðnaðurinn í folk-tónlistarstefnunni koma saman, sem og unnendur þjóðlagatónlistar og annarra tengdra tónlistarstefna.

Norræn dómnefnd mun velja íslenskt tónlistarfólk til að taka þátt. Þar sem þetta er showcase tónlistarhátíð ber hvert verkefni ábyrgð á eigin þáttökukostnaði en geta sótt um að fá ferðastyrk úr Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar.

Umsóknarfrestur fyrir íslenskt tónlistarfólk er fram á sunnudag, 26 Nóvember.

Nordic Music Alliance verður aðallega haldið í Musikhuset í Gautaborg en einnig verður annað húsnæði á svæðinu nýtt. Gestir hátíðarinnar verða fulltrúar frá norrænu útflutningsskrifstofunum sem og erlendir fagaðilar í greininni, en hátíðin er einnig opin almenningi. Nordic Folk Alliance er hluti af alþjóðlegu fjölskyldunni Folk Alliance International, stærsta vettvangs þjóðlagatónlistar í Norður-Ameríku.

Áður hafa spilað á hátíðinni meðal annarra böndin LÓN, Blood Harmony, Brek, Umbra, Svavar Knútur og fleiri.

ÚTÓN hvetur íslenskt tónlistarfólk endilega til að sækja um.

Iceland Music