Ferðastyrkir – Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar

 

FERÐASTYRKIR – VEITTIR MÁNAÐARLEGA

Ferðastyrkir eru veittir til tónleikahalds erlendis eða þátttöku í viðburðum erlendis sem miða að því að fjölga tækifærum og auka sýnileika utan Íslands. 

Ferðastyrkir:
– 75 þúsund kr. á einstakling innan Evrópu
– 100 þúsund kr. á einstakling utan Evrópu

Styrkir eru ekki veittir aftur í tímann en umsókn sem berst áður en ferðalag hefst verður tekin til umfjöllunar. Umsókn skal berast FYRIR 1. hvers mánaðar.

Síðasta úthlutun Útflutningssjóðs í ferðastyrki í núverandi mynd verður 1. apríl 2024 áður en nýr tónlistarsjóður tekur við. Því eru umsóknarfrestir árið 2024 FYRIR 1. janúar, 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl.
Sjá nánar um nýjan tónlistarsjóð hér >>

Viðmið Útflutningssjóðs

Við mat á umsóknum um ferðastyrk litið til eftirfarandi atriða:

  • Er tónlistarmaðurinn/hópurinn tilbúinn fyrir útflutning (e. ‘export ready’)?

  • Mikilvægi tónleikanna/viðburðarins fyrir útflutning tónlistarinnar.

    • Takið fram ef um ‘showcase’ tónlistarhátíð er að ræða

  • Fjölda tónleika á tónleikaferðalagi.

  • Er um frumflutning að ræða (fyrir tónskáld)?

  • Fjárhagsáætlun sem sýnir fram á sannarlega fjárþörf .

Athugið að Útflutnngssjóður er með sjálfvirkt umsóknarkerfi þannig umsóknir sem berast of seint eru teknar fyrir í úthlutun næsta mánaðar. Svör eru send á það netfang sem gefið er upp hér frá tölvupóstfangi Útflutningssjóðs: utflutningssjodur@icelandmusic.is og styrkurinn er lagður inn á þann reikning sem gefin er upp.