Ráðgjöf

Starfsfólk ÚTÓN er alltaf til í að veita persónulega ráðgjöf fyrir tónlistarverkefni sem vilja ná árangri erlendis. Þú getur fundið tölvupóstfang starsfmanna ÚTÓN hér og sent okkur spurningar eða vangaveltur um tónlistarverkefnið þitt. Þú getur einnig kíkt við á skrifstofunni okkar eða bókað fund með okkur. Við veitum ráðgjöf um m.a. tónleikahald erlendis og val á markaðssvæði, styrkjamál, showcase hátíðir og margt fleira. Auk þess veitum við aðstoð við tengslamyndun á Íslandi og erlendis og getum beint þér í rétta átt ef þú hefur hug á að stofna tónlistartengt fyrirtæki.

1. Ertu export ready?

Mikil vinna getur legið að baki því að koma sér á framfæri erlendis og mikilvægt er að verkefni sé tilbúið í þá vegferð áður en haldið er af stað. ÚTÓN hefur sett saman nokkur viðmið fyrir verkefni til að teljast tilbúin til útflutnings.

Tónlistarverkefni skulu vera:

  • Búin að gefa út tónlist sem er aðgengileg á öllum helstu miðlum og streymisveitum (t.d. Spotify, iTunes), miðað er við að nýjasta efnið sé ekki eldra en 5 ára.

  • Hafa reynslu af því að spila tónlist sína á lifandi vettvangi.

  • Með umgjörð utan um tónlistarverkefni sitt og búin að móta áherslur í markaðssókn. Mega líka gjarnan vera í samvinnu við umboðsmenn, útgáfufélög, tónleikabókara eða aðra viðskiptaaðila erlendis.

  • Vera með kynningarefni tilbúið á netinu, myndir, tónlist, heimasíða eða sambærileg samfélagsmiðla viðvera.

2. Pantaðu fund

Sendu okkur línu hér fyrir neðan og við höfum samband við þig til að finna tíma fyrir fund. Öllum er velkomið að bóka fund og er ráðgjöf og önnur þjónusta ÚTÓN ókeypis.

3. Undirbúningur

Til þess að fá sem mest út úr fundinum er best að vera með ákveðna hugmynd um hvaða upplýsingum eða tengslum þú vilt reyna að ná með fundi hjá okkur. Á heimasíðunni okkar má finna allar helstu upplýsingar, best er að vera búin/n að lesa í gegn um Verkfærakistuna okkar sem inniheldur upplýsingar og ráð um hvernig má vinna á alþjóðlegum vettvangi á faglegri og upplýstari hátt. Í Vegvísinum má síðan finna upplýsingar um mismunandi markaði sem kemur að góðum notum þegar verið er að gera áætlanir um hvert skal stefna.

Ef þú ert ekki viss um hvern best er að hafa samband við er hægt að senda tölvupóst á hello@icelandmusic.is og við komum honum á réttan stað.

Þú getur einnig kíkt til okkar í kaffi á skrifstofuna okkar við Hlemm.

Við hlökkum til að heyra frá þér!

 
Nafn *
Nafn

 

ÚTÓN

Laugarvegur 105
105 Reykjavík
Ísland