Útflutningur á tónlist

Eitt af meginverkefnum ÚTÓN er að styðja við útflutning á íslenskri tónlist. Þessu verkefni sinnum við á fjölbreyttan hátt, allt frá því að veita tónlistarfólki og -verkefnum ráðgjöf og stuðning við tengslamyndun hérlendis og erlendis til samstarfs við tónlistarhátíðir erlendis og þátttöku í samstarfsverkefnum með áherslu á að kynna íslenskt tónlistarfólk. Við höfum frá stofnun byggt upp sterkt tengslanet við tónlistariðnað og hátíðir víða um heim og við hvetjum tónlistarfólk í útrás til að hafa samband við okkur. Hér fyrir neðan má fá meiri upplýsingar um þá útflutningsþjónustu sem við bjóðum upp á.

RÁÐGJÖF

Við veitum tónlistarfólki og verkefnum ráðgjöf um allt milli himins og jarðar tengt útflutningi á tónlist og uppbyggingu innan tónlistariðnaðarins. Kíktu til okkar í kaffi!

adult-book-business-297755.jpg

Verkefnin

Hér finnur þú upplýsingar um lykilmarkaði og helstu verkefni ÚTÓN þessi misserin.

Export ready

ÚTÓN veitir öllu tónlistarfólki á Íslandi ráðleggingar en til að taka þátt í verkefnum á okkar vegum erlendis þurfa þátttakendur að falla undir skilgreininguna export ready.