VISA / Atvinnuleyfi fyrir íslenskt tónlistarfólk á leið til bandaríkjanna

—--

Tónlistarfólk sem hyggur á spilun í Bandaríkjunum þarf að sækja um atvinnuleyfi/dvalarleyfi sem kallað er Visa í daglegu tali.

Þessi Visa geta verið margvísleg eftir því hvers eðlis verkefnið er, er verið að spila fyrir launum, eða bara á showcase-i, hljóðrita eða prómo ferð. Allt kallar þetta á mismunandi Visa.

Við skrifuðum niður hjá okkur nokkra punkta sem er gott að hafa í huga áður en tónlistarfólk ákveður að hella sér yfir bandaríkin.

 Þetta er ekki tæmandi listi og verður hver og ein manneskja að ákveða hvaða visa hentar fyrir sig.

ESTA

Það sem flestir kannast eflaust við er ESTA (e. Electronic System Travel Authorization). Sem er ferðavísa eða rafræn ferðaheimild sem þarf til að ferðast til bandaríkjanna. Allir farþegar sem ferðast til Bandaríkjanna á undanþágu frá vegabréfsáritun (e. Visa Waiver Program), sem á við um íslendinga, þurfa að verða sér út um ESTA. Brot á þessari reglugerð varða sektum.

Ef fólk er að fara á ráðstefnu í bandaríkjunum er oft nóg að sækja um ESTA. En ESTA gefur þér leyfi til að vera í bandaríkjunum í allt að 90 daga í senn og endist í tvö ár. 

Gott er að hafa í huga að ef einstaklingur hefur farið til Íran, Kúbu, Írak, Norður Kóreu eða Sádi-Arabíu getur hann ekki fengið ESTA í tvö ár, hinsvegar þá er hægt að biðja um B-1 eða B-2. 

Ef tónlistarmaðurinn ætlar sér að túra, fara á showcase hátíð, fara í markaðsherferð, taka upp plötu eða koma fram, þó það sé ekki borgað er ESTA ekki nóg tónlistarmaðurinn þarf einhverskonar business visa.

Business visa getur verið B, P eða O visa og sinna þau mismunandi tilgangi. 

Business visa þ.e.a.s allt nema ESTA endist í 10 ár og getur tónlistarmaðurinn verið samfellt í sex mánuði í senn í bandaríkjunum. Það þarf einhverskonar “Sponsor” til að fá business visa. Það getur verið tónleika bókari (booking agent) eða jafnvel fararstjóri, (e. Tour manager), Pr fyrirtæki, útgáfu fyrirtæki eða eitthvað sambærilegt sem á við um hvert tilefni. 



B-1 / B-2 Visa

(ef þú ert ekki að fá borgað)

Undir B-1 eða B-2 Visa falla Showcase hátíðir, keppnir og menningarleg skipti (e. cultural exchange) 

B -1 visa er hefðbundið business visa en B-2 er ætlað fyrir túrista, þrátt fyrir það eru þau svipuð í grunnin og geta oft á tíðum verið útskiptanleg fyrir hvort annað.

Dæmi um hvenær B-1 eða B-2 er notað:

  • Showcase hátíðir svo sem SXSW, International Folk Alliance og taste of Iceland falla undir B-1 eða B-2.

  • Til þess að taka upp plötu í bandaríkjunum þarf tónlistarmaðurinn B-1 visa.


P - visa

(ef þú ert að fá borgað)

P-1 er fyrir fólk sem er nú þegar farsælt í sínum bransa, getur sýnt fram á ákveðna fagmennsku og vill kynna sig á bandarískum markaði. Til að fá P-1 visa verður einstaklingurinn að geta sýnt fram á velgengni, farsælni eða fagmennsku. 

En það getur líka verið eftirfarandi:

  • Íþróttafólk eða meðlimir af þjóðþekktri “skemmtana grúbbu” (e. entertainment group).

  • Listafólk eða skemmtikraftar í gagnkvæmu skiptiprógrammi (e. Reciprocal Exchange Program). 

P-2 gæti hentað fyrir fólk sem vinnur fyrir P-1 manneskjunna allt frá förðunarfræðingum til umboðsmanna. En getur líka verið fyrir einhverskonar menningarleg skipti (e. exchange progamme).

P-3 er líka hugsað fyrir einhverskonar menningarleg skipti. Skiptinemi eða annarskonar program



Hér fyrir neðan er tafla beint frá upplýsingasíðu utanríkisþjónustu bandaríkjanna sem útskýrir þetta vonandi aðeins betur:

P vísað getur orðið mjög dýrt þannig það marg borgar sig að vera vel skipulagður og undirbúin áður en lagt er í það ferðalag.


O - Visa

(fyrir þekkta listamenn)

Síðan er  O Vísa sem er kallað á ensku “extraordinary ability - Visa” og á það við um fólk sem er nú þegar með fylgjendur á heimsvísu. Til að sækja um O vísa þarf að vera með heimildir og gögn fyrir því að tónlistarmaðurinn falli undir þann flokk.

Undir O eru síðan tveir flokkar: O-2 og O-3.

O - 2 er fyrir fólk sem vinnur fyrir O-1 manneskjunna svo sem förðunarfræðingur eða umboðsmaður. Gott að minnast á að O-2 visa virkar bara þegar manneskjan er að ferðast með O-1 manneskjunni ef sú manneskja er ekki með í för ertu ekki með leyfi til að fara til bandaríkjanna.

O-3 visa er hugsað fyrir börn eða maka 0-1 manneskjunnar. 

USCIS eða “United States Citizenship and Immigration Services” sjá um yfirferð og að samþykkja P og O visa en lokaákvörðun er tekin af ræðismanni (e. consular officer) eftir sína eigin yfirferð. 


Við gerum okkur fulla grein fyrir því að þetta getur verið ansi ruglingslegt og má utanríkisráðuneytið ekki ráðgefa fólki um hvaða visa þau ættu að sækja um 

en hér er hjálpartæki sem getur það:

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á ReykjavikConsular@state.gov eða kíkja á eftirfarandi vefsíður.

Petition for a Nonimmigrant Worker | USCIS

Temporary Worker Visas (state.gov)

Processing Times (uscis.gov)

Visa Verðskrá:

Fees for Visa Services (state.gov)

Nonimmigrant Visa Fee Increases - May 30 - U.S. Embassy in Iceland (usembassy.gov)

Þetta er ekki tæmandi listi og verður hver og ein manneskja fyrir sig að ákveða hvaða visa hentar