Úthlutun á markaðsstyrkjum Útflutningssjóðs 2023

 
 

Markaðsstyrkir Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar eru veittir til að gera tónlistarfólki kleift að ráðast í umfangsmikil kynningarverkefni á erlendum markaði.

Í kjölfar 40 milljón króna innspýtingar í sjóðinn árið 2022, hefur aldrei verið meiri aðsókn í sjóðinn en nú (sjá nánar). Árið 2023 fékk Útflutningssjóður 8 milljónir til viðbótar við sitt venjulega framlag til að mæta aukinni aðsókn. Allir markaðsstyrkir á árinu hafa nú verið veittir, en ein úthlutun er eftir á árinu 2023 í ferðastyrki og þurfa umsóknir um þá styrki að berast fyrir 1. desember.

Útflutningssjóður rennur í nýjan tónlistarsjóð árið 2024. Nýr Tónlistarsjóður er í þróun og verður úthlutað samkvæmt öllum deildum er nefndar eru í lögum um Tónlistarsjóð um mitt ár 2024.  Nýr Tónlistarsjóður mun taka yfir hlutverk Tónlistarsjóðs, Hljóðritasjóðs og Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar. 

Það er ósk nýrrar stjórnar og framkvæmdarstjóra Tónlistarmiðstöðvar að úthlutanir Útflutningssjóðs haldist óbreyttar fram í maí, með mánaðarlegum ferðastyrkjum og einni úthlutun í markaðsstyrki í febrúar en nánari upplýsingar verða kynntar síðar. 

Fyrirspurnir varðandi verkefni og umsóknir skal senda á styrkir@icelandmusic.is.

Þau sem hafa hlotið markaðsstyrki á árinu 2023:

FEBRÚAR

Samtals veittir styrkir upp á 3 milljónir // Samtals sótt um 14.5 milljónir

  • Arny Margret

  • Ásgeir

  • múm

MAÍ

Samtals veittir styrkir upp á 1.75 milljónir // Samtals sótt um 9.75 milljónir

  • Anna Gréta

  • Gluteus Maximus

  • Mikael Máni

ÁGÚST

Samtals veittir styrkir upp á 2 milljónir // Samtals sótt um 8.25 milljónir

  • Eydís Evensen

  • LÓN

  • Myrkvi

NÓVEMBER

Samtals veittir styrkir upp á 2 milljónir // Samtals sótt um 6.5 milljónir

  • Axel Flóvent

  • Guðmundur Steinn Gunnarsson

  • Hafdís Huld

Við óskum þeim öllum til hamingju og hlökkum til að fylgjast með þeim á komandi mánuðum!

Iceland Music