9.9 milljónum veitt úr Útflutningssjóði í nóvember – stærsta úthlutun sjóðsins til þessa

Aldrei hafa fleirri sótt um í Útflutningssjóð en árið 2022 og var nóvemberúthlutunin var sú stærsta í 10 ára sögu sjóðsins. ÚTÓN kynnti í byrjun ársins 2022 viðbótaframlag upp á 40 milljónir í Útflutningssjóð frá menningar-og viðskiptamálaráðuneytinu. Í kjölfarið var lagt í átaksverkefni sem fól í sér betri upplýsingar til umsækjenda sem og nýjan styrk um framleiðslu á kynningarefni í sjóðinn.

Metaðsókn var í sjóðinn í ár en vel yfir 200 umsóknir bárust yfir árið, en alls var sótt um 145.058.386 kr. og af þeim var úthlutað 49.441.670 kr.

“Góð markaðssetning er lykilatriði í velgengni tónlistarfólks erlendis og má sjá á þessum tölum að íslenskt tónlistarfólk skilur vel að það þarf að fjármagna sérstaklega þá vinnu sem fer í að fanga athygli alþjóðlegra hlustanda og markaðssetja verkefni sín á markvissan hátt. Til að undirbúa tónlistarfólk í þessa vinnu, auk hins nýja styrks, uppfærði ÚTÓN líka vef sinn fyrr á árinu með ítarlegum leiðbeiningum og fræðslu um hvernig er best að nálgast fjármögnun og markaðssetningu á tónlistarverkefnum erlendis. Mjög mikilvægt markmið ÚTÓN og stjórnar Útflutningssjóðs var að slaka ekki á kröfum um gæði umsókna og var boðið upp á bæði fræðsluviðburði og ráðgjöf fyrir umsækjendur með skýr útflutningsmarkmið sem margir nýttu sér og er mikill munur á gæðum umsókna frá byrjun árs og nú í nóvember.”
– kemur fram í frétt á Vísi

 

Ferðastyrkur

Umsóknir um ferðastyrk voru afgreiddar mánaðarlega eins og áður. Ákveðið var að hækka styrkina til að koma til móts við aukinn ferðakostnað og fór ferðastyrkurinn úr 50.000 kr á einstakling upp í 75.000 kr fyrir ferðalög innan Evrópu og 100.000 á einstakling fyrir ferðalög utan Evrópu. Hvert verkefni hefur getað fengið styrk fyrir að hámarki 8 manns í hvert skipti. 

Yfir 80 umsóknir um ferðastyrk bárust. Sótt var um 16,825,000 kr. og 15,941,670 kr. voru veittar.

 
 

Markaðsstyrkur

Umsóknir um markaðsstyrk voru áður fyrr afgreiddar ársfjóðungslega en í ár var bætt við tveimur auka-úthlutunum yfir árið og voru þær því alls sex yfir árið. Yfir 70 umsóknir um markaðsstyrki bárust. Sótt var um 73.500.000 kr. og veitt alls 21.500.000 kr..

 
 
 

Nýr styrkur í boði, allt að 1.000.000 kr

Styrkur til framðelisðlu á kynningarefni

Með þessum nýja styrk sjóðsins var nú hægt að sækja allt að 1.000.000 kr til framleiðslu á kynningarefni sérstaklega sem getur þá verið allt frá framleiðslu á tónlistarmyndböndum eða beinu streymi í stuttar klippur og myndefni fyrir samfélagsmiðla. Þessi nýi styrkur hélst samt í hendur við markaðsstyrk Útflutningssjóðs en ef sótt var um hinn nýja styrk þurfti að fylgja umsókn til markaðsstyrks líka til að gera grein fyrir útflutningsmarkmiðum tónlistarfólksins. Þannig er hægt er að sækja um markaðsstyrk án þess að sækja um styrk til gerðar kynningarefnis, en ekki öfugt.

Yfir 44 umsóknir um styrk til framleiðslu á kynningarefni bárust. Sótt var um 16.402.000 kr. og 9.600.000 kr. voru veittar.

 
 
 

Sycamore Tree

JFDR

 
 

ÞESSI HLUTU MARKAÐSSTYRK ÁRIÐ 2022:

 
  • Atli Örvarsson

  • Umbra

  • Barokkbandið Brák

  • LÓN

  • HATARI

  • Laufey

  • Tríó Sunnu Gunnlaugs

  • Ultraflex

  • Systur

  • Kristín Björk Kristjánsdóttir

  • JFDR

  • Sycamore Tree

  • Blew the Veils

  • BSÍ

  • Kristin Sesselja

  • Ingi Bjarni Kvintett

  • Inki

  • Guðmundur Steinn

  • Vévaki

  • INNI Music

  • Kælan Mikla

  • MSEA

  • neonme

  • Sin Fang

  • Hugi Guðmunsson

  • Brek

  • Viktor Orri & Álheiður Erla

  • Klemens Hannigan

  • Hafdís Huld

  • Þorleifur Gaukur Davíðsson

  • Kristín Anna Valtýsdóttir

 
 

neonme

Hafdís Huld

 
 
 
Iceland Music