Starfsemi Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar 2024 // Iceland Music Export Fund – Operation in 2024

Árið 2024 er umsóknarfrestur fyrir markaðsstyrki FYRIR 1. febrúar, og ferðastyrki FYRIR 1. janúar, 1. febrúar, 1. mars og 1. apríl.
Starfsemi nýs Tónlistarsjóðs verður kynnt í apríl. Áfram verða veittir ferðastyrkir og styrkir til markaðssetningar erlendis.

Starfsemi Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar 2024

Nýr Tónlistarsjóður mun taka yfir hlutverk Tónlistarsjóðs, Hljóðritasjóðs og Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar í samræmi við reglur Tónlistarsjóðs í maí 2024. Í reglum Tónlistarsjóðs eru eftirfarandi fyrirmæli er kemur að styrkjum til útflutnings:

Útflutningur: Deildin styrkir íslenskt tónlistarfólk við að koma tónlist sinni til stærri áheyr­enda­hóps, á stærri markaði og auka möguleika þess á velgengni utan Íslands. Veittir eru ferðastyrkir og styrkir til markaðssetningar erlendis.


Starfsemi Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar rennur þá inn í Tónlistarsjóð. Tilkynning um nýjan Tónlistarsjóð, með umsóknarfresti og skilyrðum, verður birt í apríl með fyrsta umsóknarfrest í maí með úthlutunum í öllum deildum.  

Fram að því verða umsóknarfrestir í ferða- og markaðsstyrki með óbreyttu sniði. Því fer fram ein úthlutun í markaðsstyrki 2024 í febrúar, og ferðastyrkir verða veittir fyrstu fjóra mánuði ársins áður en nýr sjóður tekur við. Umsóknir skulu berast að venju FYRIR 1. janúar, 1. febrúar, 1. mars, og 1. apríl.  

Fyrirspurnir skal senda á styrkir@icelandmusic.is


ENGLISH

Iceland Music Export Fund – Operation in 2024 

The New Music Fund will take over the functions of the Iceland Music Export Fund (Útflutningssjóður), the Recording Fund (Hljóðritasjóður and the Music Fund (Tónlistarsjóður) in accordance with the rules of the Music Fund in May 2024, which states: 


Export: The department supports Icelandic musicians in bringing their music to a larger audience, in a larger market and increasing their chances of success outside of Iceland. Travel grants and grants for marketing abroad are awarded.


The operation of the Icelandic Music Export Fund will then transition into the New Music Fund. In April, Iceland Music will announce the full scope of the New Music Fund with the first round of application deadlines in May with grant allocations across all departments.  

Until then Iceland Music Export Fund will operate as is for the first months of 2024. That means in 2024: 

  • Application deadline for Marketing Grants is BEFORE 1 February 

  • Application deadline for Travel Grants is BEFORE 1 January, 1 February, 1 March and 1 April. 

For any questions, you can write to styrkir@icelandmusic.is. 

Iceland Music