Tónverk eftir Báru Gísladóttur, Högna, og fleiri kynnt á PODIUM – metnaðarfullum nýjum vettvangi fyrir samtímatónlist í útflutningi

PODIUM er kynningarviðburður haldinn í tengslum við Myrka Músíkdaga þar sem tónlistarfólki í samtímatónlist gefst tækifæri til að kynna verk sín fyrir listrænum stjórnendum á heimsmælikvarða. Tónverk kynnt eftir Báru Gísladóttur, Gyðu Valtýsdóttir, Úlf Eldjárn, Högna Egilsson, Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Mathias Engler, og Stefán Sand.


Iceland Music
kynnir PODIUM, metnaðarfullan vettvang fyrir íslensk tónskáld eða fulltrúa þeirra til að kynna verk sín fyrir erlendum listrænum stjórnendum, útgefendum og fjölmiðlum. Viðburðurinn er haldinn í tengslum við tónlistarhátíðina Myrka Músíkdaga, en það er ein elsta tónlistarhátíð Íslands – og starfar með það að markmiði að veita íslenskum tónskáldum vettvang til að flytja sín verk. 

Það sem einkennir hátíðina í ár er breiddin í efnisskránni, en hún teygir sig frá flutningi á verkum okkar þekktustu samtímatónskálda til verka og flutnings tónlistarmanna sem hafa þegar skapað sér nafn í öðrum geirum tónlistar en eru að spreyta sig á tilraunakenndari verkefnum. Dæmi um hið síðarnefnda eru til að mynda Ragga Gísla og Gyða Valtýsdóttir. Fastir liðir með íslenska efnisskrá eru Caput, Kammersveitin, og Sinfoníuhljómsveitin, en í ár bætist jafnframt við gjörningalist og margt fleira spennandi. Tækninýjungar lauma sér inn í skapandi verkferla tónskálda sem hefur gert samtímatónlist að spennandi vettvangi fyrir þverfaglegar listræna upplifanir segir Ásmundur Jónsson – listrænn stjórnandi hátíðarinnar, og því má finna á dagskránni í ár klassíska sinfóníska tónlist, en jafnframt tónlist sem er tilraunakennd, gagnvirk (e. interactive), gjörninga og hljóðinnsetningar. 

PODIUM er svo viðburður sem haldinn er til hliðar við þessa dagskrá, þá einkum fyrir erlenda fagaðila sem leggja leið sína hingað til lands til að finna það mest spennandi í íslenskri samtímatónlist í dag og er samstarfsverkefni Myrkra Músíkdaga, Tónlistarborgarinnar Reykjavík og haldið af Iceland Music í nýju aðsetri í Hafnarstræti. Erlendir gestir verða í ár fulltrúar frá Huddersfield Contemporary Music Festival, Spor festival, New Music Dublin, Oslo Philharmonic, Sono Luminus, BBC og SWR Deutschlandfunk.

Hópurinn í ár er skemmtilega fjölbreyttur, og telur: 

  • Bergrún Snæbjörnsdóttir kynnir 'Agape' (2021), 'Ecognosis' (2021-22), og 'Areolae Undant' (2017).
    Á dagskrá Myrkra Músíkdaga verður flutt verk eftir Bergrúnu sem hluti af flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands sem hefst fimmtudaginn 25. janúar kl 19:30.

  • Björg Brjánsdóttir kynnir GROWL POWER, GLÓÐ|STELPA and THE INTERNET sem voru saminn með Báru Gísladóttur fyrir flautu árið 2022.
    GROWL POWER verður flutt dagskrá Myrkra Músíkdaga miðvikudaginn 24. janúar kl 22:00

  • Gyða Valtýsdóttir & Úlfur Hansson kynna samstarfið R • O • R.
    R • O • R verður flutt á dagskrá Myrkra Músíkdaga laugardaginn 27. janúar kl 16:00

  • Mathias Engler kynnir samstarfið Ensemble Adapter kynnir meðal annars verkið untitled | unknown
    untitled | unknown verður flutt á dagskrá Myrkra Músíkdaga fimmtudaginn 25. janúar kl 22:00

  • Stefán Sand, Thomas Hammel & Haukur Darri Hauksson kynna samstarfið ‘Look at the Music’

  • Högni Egilsson píanókonsert sinn, ‘The Mountain’.

  • Úlfur Eldjárn kynnir verkin HAMRABORGIN, MIRARI, PÉNÓ, MUSIQUE NON-STOP and REYKJAVÍK GPS. 

Tónskáldin taka þátt í PODIUM til að vonandi bóka sín verk á erlendar hátíðir, eða koma tónlist sinni á samning hjá erlendum fyrirtækjum.

Iceland Music