Tónlistarmiðstöð fer á Classical:NEXT í Berlín, Maí 2024

Classical:NEXT er alþjóðleg tónlistarráðstefna í sígildri- og samtímatónlist sem fer fram í Berlín 13.-17. maí 2024. Við hjá Tónlistarmiðstöð verðum á staðnum og viljum fá sem flest með okkur til að kynna sig og sín verkefni.

 
 

Classical:NEXT er alþjóðleg tónlistarráðstefna í sígildri- og samtímatónlist sem fer fram í Berlín 13.-17. maí 2024. Við hjá Tónlistarmiðstöð verðum á staðnum með bás og viljum fá sem flest með okkur til að kynna sig og sín verkefni, sem mega þá nýta básinn.

Ef fólk hefur áhuga á að koma og kynna verkefni sín er gott að skrá sig sem fyrst og vera í sambandi við Signýju hjá Tónlistarmiðstöð signy@icelandmusic.is. Þau sem skrá sig fyrir 22. mars geta fengið afsláttarkóða hjá okkur af skráningargjaldi hátíðarinnar,

Dagskráin hefst á kvölddagsskrá 13. maí og væri hægt að ferðast þann dag til Berlínar, en gera má ráð fyrir ferðadegi heim þann 18. maí. Við reynum að fá góða mynd á hópinn og veitum þeim sem fara ráðgjöf varðandi hvernig má nýta viðburðinn sem best. Við verðum með samnorrænan bás með Danmörku, Noregi, Finnlandi og Færeyjum og því gefst sérstaklega gott tækifæri til að kynnast fólki frá Norðurlöndunum.

Á C:N má búast við að hitta annað tónlistarfólk, fulltrúa hljómsveita, skipuleggjendur viðburða, útgefendur, umboðsmenn, listræna stjórnendur o.fl. Hér má sjá þau sem búin eru að skrá sig, en gera má ráð fyrir að þessi listi lengist eftir því sem nær dregur.

Þar er því góður vettvangur til að kynna  sígilda- og samtímatónlist. Þau sem fara á C:N geta nýtt básinn okkar sem sitt heimasvæði, til að funda og halda hópinn. Á hátíðinni gefst tækifæri til að ganga um og ræða við fólk á örðum básum, taka fundi, mæta á tengslamyndunarviðburðir, ráðstefnuviðburðir og tónleika.


Gera má ráð fyrir ferðakostnaði og skráningarkostnaði á hátíðina. Við bendum á að hægt er að sækja um ferðastyrk fyrir ferðinni
hér.


Iceland Music