Ferðastyrkir Útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar

 

Ferðastyrkir eru veittir til tónleikahalds erlendis eða þátttöku í viðburðum erlendis sem miða að því að fjölga tækifærum og auka sýnileika utan Íslands. Styrkir eru veittir til tónlistarfólks á tónleikaferðalögum erlendis, tónskálda hvers verk eru frumflutt, tónlistarverkefna sem taka þátt í ‘showcase’ tónlistarhátíðum erlendis, og fagaðila sem sækja ráðstefnur til að skapa eða sækja á tækifæri fyrir sína skjólstæðinga erlendis.

Ferðastyrkir:
– 75 þúsund kr. á einstakling innan Evrópu
– 100 þúsund kr. á einstakling utan Evrópu

Ferðastyrkjum er úthlutað mánaðarlega og þarf umsókn að berast fyrir 1. hvers mánaðar. Umsóknir sem berast eftir miðnætti eru teknar fyrir í úthlutun næsta mánaðar.

 
 

Umsókn

Skilyirði

  • Umsókn þarf að fylla út á umsóknareyðublaði hér að neðan á íslensku eða ensku.

  • Umsækjendur hafi skattfesti á Íslandi.

  • Umsókn skal berast áður en viðburður fer fram

Nauðsynleg fylgigögn

  • Staðfesting á viðburði/þáttöku

  • Fjárhagsáætlun

Safnið fylgigögnum í möppu sem bætt er inn í umsókn. Athugið að mappan þarf að vera aðgengileg þeim sem hafa slóð svo stjórn Útflutningssjóðs geti skoðað fylgigögnin. Hægt er að nota til dæmis möppur hjá Dropbox eða Google Drive.

Umsóknin þarf að standast öll skilyrði til að vera tekin fyrir. Uppfyllt skilyrði þýðir að umsókn sé gild en tryggir þó ekki úthlutun úr sjóðnum. 

Hér má nálgast úthlutunarreglur sjóðsins.

Viðmið Útflutningssjóðs

Við mat á umsóknum um ferðastyrk litið til eftirfarandi atriða:

  • Er tónlistarmaðurinn/hópurinn tilbúinn fyrir útflutning (e. ‘export ready’)?

  • Mikilvægi tónleikanna/viðburðarins fyrir útflutning tónlistarinnar.

    • Takið fram ef um ‘showcase’ tónlistarhátíð er að ræða

  • Fjölda tónleika á tónleikaferðalagi.

  • Er um frumflutning að ræða (fyrir tónskáld)?

  • Kostnaðaráætlun sýni fram á sannarlega fjárþörf. 

Vinsamlegast athugið að almennt styrkir sjóðurinn ekki ferðir á staka tónleika nema að um mjög mikilvæga tónleika sé að ræða og að það mikilvægi sé skýrt vel í umsókninni. Styrkir eru ekki veittir aftur í tímann. Umsóknir mega vera á íslensku eða ensku.