Opið fyrir umsóknir á Reeperbahn

 

Tónlistarhátíðin Reeberbahn Festival í Hamborg, Þýskalandi hefur opnað fyrir umsóknir, Hátíðin mun fara fram 20 - 23 September 2023. Hátíðin er einn mikilvægasti samkomustaður tónlistariðnaðarins um allan heim og stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu.

 
 

Næsta hátíð: 20-23. September 2023

Umsóknarfrestur: 1. September 2023

Hvar? Hamborg, Þýskaland

Hversu margir mæta? 37,000

Svið: 70 (50 – 2000 capacity)

Tónlistartegundir:

Indie, popp, rokk, þjóðlagatónlist, hip-hop/rapp, pönk, samtíma, raf, r'n'b/soul, djass

 

Reeperbahn Festival er fjögurra daga bransahátíð og showcase sem haldin er árlega í lok september í Hamborg. Hátíðin heldur utan um 500 tónleika á fjölmörgum stöðum á og í kringum hina goðsagnakenndu Reeperbahn götu í Hamburg, ásamt viðburðum á sviði myndlistar, kvikmynda og bókmennta.

Showcase hátíðir (e. faghátíðir) eru frábrugðnar hefðbundnum tónlistarhátíðum þar sem stór hluti tónleikagesta eru fagfólk úr tónlistarbransanum og þær geta verið stökkpallur á alþjóðlegan tónlistarmarkað þegar vel er að staðið. Slíkar hátíðir eru mikilvægur liður í útflutningi á íslenskri tónlist.

Ef ætlunin er að koma tónlistarverkefni á framfæri á showcase hátíð er mikilvægt að kynna sér vel stefnu hverrar hátíðar og setja sér skýr markmið með þátttöku, einnig er nauðsynlegt að tónlistarverkefnið sé tilbúið til útflutnings (e. export ready).

Reeberbahn sækja bókarar allra stærstu tónlistarhátíða heims. En Athugið að það er bara hægt að koma fram einu sinni á þessari hátíð og því skiptir höfuðmáli að nýta þennan vettvang vel, skilja sín markmið og geta fengið lykilaðila í salinn að horfa á tónleikana ykkar. Það er betra að bíða til næsta árs heldur en að taka þátt illa undirbúin. 

Við mælum helst með því að tónlistarmenn sem fara inn á hátíðina taki með sér umboðsmann, eða amk einhvern sem getur sinnt því hlutverki á hátíðinni, sem getur talað ykkar á máli inn í bransann sem verður á staðnum.

Aurora, Bon Iver, Boys Noize, Crystal Castles, Ed Sheeran, Emiliana Torrini, Gold Panda, Lykke Li, Mac Demarco, TV On The Radio eru allt dæmi um artista sem komu fram á Reeperbahn hátíðinni og nýttu sér þann vettvang til að setja af stað alþjóðlegan feril í tónlist. 

Íslenskt tónlistarfólk sem bókað er á hátíðina getur sótt um ferðastyrk í Útflutningssjóð. Þið getið jafnframt haft samband við starfsfólk ÚTÓN ef það eru frekari spurningar um útflutningssjóð .

Við hvetjum ykkur til að skoða vel hvort að þáttaka í Reeperbahn sé tímabær vettvangur fyrir ykkur. Ef svarið er já, þá viljum við endilega hvetja ykkur til að setja púður í þrusu-umsókn og sækja um. 

Iceland Music