Opið fyrir tilnefningar til "Nordic Music Biz Top 20 under 30" 2023

ÚTÓN opnar fyrir tilnefningar: ‘Nordic Music Biz, Top 20 Under 30 2022’ til 13. júní. NOMEX, samstarfsverkefni útflutningsskrifstofa á Norðurlöndunum leitar að framúrskarandi fagfólki í tónlist nú í fimmta sinn. Verðlaunin eru ætluð tónlistarbransafólki, fólkinu á bakvið tjöldin, sem geta verið allt frá umboðsmönnum til tónlistarforleggjara til tónleikaskipuleggjenda.

Read More
Iceland Music
Record in Iceland á Tallinn Music Week

Tallinn Music Week (TMW) er ein vinsælasta nýja tónlistar- og borgarmenningarhátíðin í Evrópu, og er að verða lykilviðburður fyrir fagfólk í tónlist og menningariðnaðinum. Hátíðin samanstendur af þremur aðaldagskrárþáttum: showcase hátíð, tónlistariðnaðarráðstefnu og borgarhátíð. Þetta árið tekur Leifur Björnsson þátt í pallborðsumræðum á hátíðinni fyrir hönd Iceland Music og Record in Iceland.

Read More
Iceland Music
ÚTÓN fer á Sónar í Barcelona júní 2023

ÚTÓN ætlar að vera með kynningu á Record in Iceland verkefninu á Sónar hátíðinni í Barcelona þann 15-17 Júní næstkomandi. Sónar er ein sterkasta hátíð og ráðstefna í raftónlistarsenunni í Evrópu, og er því frábært tækifæri fyrir tónlistarfólk og/eða fagaðila í þeim bransa að kynna sín verkefni þar. Við erum einnig að leita að áhugasömum fagaðilum sem eiga erindi inn á Sónar til þess að koma með okkur.

Read More
Iceland Music
Aldrei meiri aðsókn í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar og ÚTÓN (Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar) kynnti árið 2022 fræðslupakka á vef ÚTÓN með það að markmiði að fá sterkari umsóknir í sjóðinn. Jafnframt voru kynntar auka-úthlutanir til að mæta því áfalli sem heimsfaraldur kórónuveirunnar olli tónlistarsamfélaginu. Aðsókn í sjóðinn var aldrei meiri en árið 2022 og heldur áfram að snaraukast í byrjun árs 2023. 

Read More
Iceland Music
“Væntingastjórnun fyrir umboðsmenn”, “Stafræn Kulnun” og aðrar skýrslur frá MMF aðgengilegar hér

Í tengslum við Iceland Airwaves 2022 hátíðina hélt ÚTÓN “Bransaveislu” ásamt góðum samstarfsaðilum, Íslandsstofu, STEF, og Tónlistarborginni Reykjavík. Einn af mest sóttu dagskrárliðunum var stofnun íslenskrar starfsemi félagasamtaka MMF, en það er stærsta tengslanet umboðsmanna í heimi. Hér má finna skýrslur frá höfuðstöðvum MMF sem við teljum að eigi erindi inn í tónlistarsamfélagið hér á Íslandi.

Read More
Iceland Music
Umsóknir opnar fyrir Nashville Trade Mission – Maí 2023

Hin árlega tengslamyndunarferð NOMEX verður farin til NASHVILLE þann 16-17 maí næstkomandi, þar sem NOMEX býður til veglegrar dagskrárr samhliða Music Biz ráðstefnunni. ÚTÓN tekur þátt í verkefninu sem hluti af NOMEX og verða allt að 3 aðilar frá Íslandi valdir til þátttöku. Að þessu sinni verður áherslan á forleggjara og lagahöfundastjórnun og hvetjum við íslenska tónlistarforleggjara sérstaklega til að sækja um þátttöku. Ferðin er skipulögð af Music Finland.

Read More
Iceland Music