Opið fyrir umsóknir um þátttöku á The Great Escape

TGE2016_sized-960x500.jpeg

The Great Escape, ein af stærstu showcase tónlistarhátíðunum í Evrópu, hefur opnað fyrir umsóknir fyrir 2019. Hátíðin verður haldin dagana 9-11 maí 2019.

Á hátíðinni spila um 500 tónlistaratriði og áherslan er á nýja og spennandi tónlist en meðal þeirra sem spilað hafa á hátíðinni síðust ár eru Ásgeir, Dream Wife, Högni, Jon Hopkins, Hozier og margir fleiri.

Hátíðin er ein af þeim showcase hátíðum sem ÚTÓN er í samstarfi við sem þýðir að tónlistarfólk frá Íslandi sem er að spila á hátíðinni getur sótt um ferðastyrk í Útflutningssjóð, sjá nánar um það hér.

Við hvetjum tónlistarfólk til að sækja um!

Nánari upplýsingar um The Great Escape má finna hér. 

Bryndís Jónatansdóttir