Styrkir og sjóðir

SJÓÐIR Í UMSJÓN ÚTÓN

 
 

ÚTÓN sér um umsýslu fyrir sjóðin Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar

ÚTÓN sér um umsýslu fyrir sjóðina Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar.

Vinsamlegast athugið að ef þið hafið spurningar um Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar er hægt að nálgast umsjónaraðila á utflutningssjodur@icelandmusic.is..

Gróft yfirlit á ensku er í boði hér fyrir þá sem vilja það frekar. Ath., það er ekki bein þýðing og við hvetjum alla til að lesa upplýsingarnar sem standa hér á íslensku.

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar var settur á laggirnar árið 2013. Sjóðurinn veitir ferðastyrki mánaðarlega og markaðsstyrki ársfjórðungslega.

Veitir ferðastyrki mánaðarlega og markaðsstyrki ársfjórðungslega. Ferðastyrkirnir eru veittir í formi peninga, miðað við 50.000 kr. á hljómsveitarmeðlim. Leyfilegt er að taka 1 aðstoðarmann í ferðina. Þá er átt við umboðsmann eða hljóðmann. Sjóðurinn er fjármagnaður af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Athugið að fjárhagsáætlun þarf að fylgja umsókn.

Hægt er að senda fyrirspurnir og fylgigögn á utflutningssjodur@icelandmusic.is.

 

ALMENNAR REGLUR

  • Umsóknarfrestur er miðnætti á síðasta degi hvers mánaðar.

  • Svör berast í fyrstu viku hvers mánaðar og styrkir eru greiddir út innan við 10 virka daga.

  • ÚTÓN ber ekki skyldu að veita rökstuðning þegar um er að ræða úthlutun styrkja.


Reykjavík Loftbrú

Reykjavik Loftbrú er ekki starfandi sem ferðasjóður.
Stjórn loftbrúar mun gefa frá sér yfirlýsingu eftir næsta fund.Ef þú ert ekki að fara í tónleikaferðalag, né ert að fara að markaðssetja útgáfu, þá getur verið að hvorki Útflutningssjóður né Reykjavík Loftbrú eigi við þig. Það er samt nóg um styrki til þess að sækja um og er hægt að nálgast góðan lista yfir þá styrki sem eru í boði fyrir tónlistarmenn.

 
iu-2.jpeg