ÚTÓN á Akureyri

 

Tilbúin til útflutnings?

Föstudaginn 1.mars munu STEF og ÚTÓN halda sameiginlegan fund með norðlensku tónlistarfólki á Akureyri í menningarhúsinu Hofi.

Hvað er ÚTÓN? Hvað er STEF?

Fjallað verður um starfsemi þessara fyrirtækja, hverskonar verkefni eru í gangi yfir árið og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir tónlistarfólk.


Aðal umræðuefni fundarins verður hvað þarftu að hafa til að verða útflutningshæfur? Hvernig getur ÚTÓN aðstoðað? Hvernig getur STEF hjálpað þér að hámarka tekjur þínar sem tónhöfundur? Hvernig er greiðsluflæðið frá tónlistarveitum á netinu og hvernig er hægt að auka það?

 

Fundurinn hefst kl. 17:00 og aðgangur er ókeypis.