Viðburðarík helgi á Akureyri

Um síðastliðna helgi var viðburðarík helgi á Akureyri hjá ÚTÓN.

ÚTÓN og STEF héldu sameiginlegan kynningarfund í Hofi á Akureyri. Fundurinn heppnaðist vel og farið var yfir þjónustu ÚTÓN, verkefni ársins og tækifæri fyrir tónlistarfólk. Það var virkilega góð mæting.
Fyrirlesturinn má finna Hér.

51896061_2154009228058558_1500675106664349696_n.jpg
53597427_2123881277702693_3473166183409123328_n.jpg

Bryndís, verkefnastjóri hjá ÚTÓN og Guðrún, framkvæmdarstjóri STEF sáu um fyrirlesturinn og kíktu einnig í stúdíóið hjá Hofi sem er glæsilegt stúdíó. Þetta stúdíó verður hluti af Record in Iceland kynningarverkefninu sem fer af stað núna í apríl. Í verkefninu, sem hefur það að markmiði að kynna endurgreiðslurnar á hljóðritunarkostnaði, verður kynnt Ísland sem tilvalin upptökustað og hljóðver kynnt. Öll hljóðver sem uppfylla þessi tvö skilyrði geta sótt um að geta tekið þátt í verkefninu:
-Professional hljóðver sem hafa áhuga og bolmagn til að taka á móti fleiri erlendum verkefnum
-Heimasíða á ensku með upplýsingum um aðstöðu, tækjakost og tengiliðaupplýsingar
Meira um Record in Iceland Hér

53300020_656283474829724_3085167767125491712_n.jpg

Við mælum með að tónlistarfólk og fleiri kynni sér Ja Ja Ja, ebækurnar okkar og spilunarlista fyrir tónlistarstjóra.

Smellasmíði með Jóni Jónssyni og Hildi var haldin á sama degi. Tónlistarskóli Akureyrar bauð þeim Hildi og Jóni að koma og halda námskeiðið eftir að það var haldið fyrst í Reykjavík í janúar af STEFi og ÚTÓN.  Allt gekk eins og í sögu.

52925250_2028496757450302_7705333287945764864_n.jpg

 

53067035_260684488179896_6483240901245140992_n.jpg
Alma Finnbogadóttir