Átaksverkefni 2022: Styrkir til framleiðslu á kynningarefni

 

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar hefur einnig sett af stað tímabundið átaksverkefni þar sem hægt verður að sækja um styrk til framleiðslu kynningarefnis. Styrkir til framleiðslu kynningarefnis verða að hámarki 1 milljón króna og verður úthlutað samhliða markaðsstyrkjum.

Fyllið FYRST inn umsókn um markaðsstyrk þar sem með fylgir fjárhagsáætlun sem gerir grein fyrir fjárþörf bæði á markaðsetningu OG framleiðslu á kynningarefni.

Umsóknarfrestir árið 2022 eru FYRIR 1. FEBRÚAR, 1. APRÍL, 1. MAÍ, 1. ÁGÚST, 1. SEPTEMBER OG 1. NÓVEMBER.

 

Umsókn

Skilyirði

  • Umsókn þarf að fylla út á umsóknareyðublaði hér að neðan á íslensku eða ensku með tilheyrandi fylgigögnum.

  • Umsækjandi eða meirihluti umsækjendahóps hafi skattfesti á Íslandi.

  • Að ekki sé útistandandi greinargerð frá fyrri umsókn um markaðsstyrk

Nauðsynleg fylgigögn

  • Markaðsáætlun: Umsókninni skal fylgja vönduð markaðsáætlun þar sem sýnt er fram á hvernig stuðningurinn skapar aukin tækifæri fyrir verkefnið. Mikilvægt er að skilgreina stefnu fyrir þróun verkefnisins og hvernig stuðningurinn getur styrkt ímynd þess og stuðlað að tekjuaukningu. 

  • Fjárhagsáætlun: Með umsókninni fylgi skýr kostnaðaráætlun á því formi sem fylgir umsóknareyðublaði. Taka skal fram framlag umsækjanda og skilgreina það mótframlag í áætlun.

 

Viðmið Útflutningssjóðs

Við mat á umsóknum um markaðsstyrk litið til eftirfarandi atriða:

  • Er tónlistarmaðurinn/hópurinn tilbúinn fyrir útflutning (e. ‘export ready’)?

  • Eru útgjaldaliðirnir í fjárhagsáætlun tengdir markaðsstarfi?

    • Dæmi: PR skrifstofa, ráðgjöf, auglýsingar, samfélagsmiðlar. 

  • Er sýnt fram á trausta samstarfsaðila á þeim mörkuðum sem sótt er á?

    • Ef nei, er skýrt hvernig verkaskipting þáttakenda fer fram?

  • Er markaðsáætlunin vel unnin og sannfærandi?

    • Er skýr sýn á sókn á tilgreinda markaði?

    • Er skýrt hverju markaðssetningin getur skilað?

Umsóknin þarf að standast öll skilyrði til að vera tekin fyrir. Gild umsókn tryggir þó ekki úthlutun úr sjóðnum. 

Hér má nálgast úthlutunarreglur sjóðsins. Fyrirspurnir um sjóðinn skal senda á utflutningssjodur@icelandmusic.is.