Skýrsla: Áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað

Á dögunum kom út skýrsla um áhrif COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað. Að skýrslunni standa ÚTÓN, Tónlistarborin Reykjavík, STEF, FÍH, SFH og FHF. Tilgangur skýrslunnar var að gera grein fyrir áhrifum COVID-19 á íslenskan tónlistariðnað, skoða þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa ráðist í til að styðja við greinina og koma með tillögur að frekari aðgerðum. Hægt er að nálgast skýrsluna á tonlistartolur.is

Myndband var einnig gefið út samhliða skýrslunni sem varpar ljósi á þau afleiddu störf sem fylgja lifandi tónlistarflutningi á Íslandi. Samkomubannið hafði ekki aðeins áhrif á tónlistarfólkið sjálft heldur einnig allt teymið á bak við þá, þar á meðal, hljóðfæraleikara, tæknifólk, auglýsendur, miðasölufyrirtæki og svo mætti lengi telja. 

Við mælum með lestri skýrslunnar en hún gefur yfirgripsmikla mynd af stöðunni í greininni sem hefur hlotið mikinn skell í kjölfar heimsfaraldsins.

Iceland Music