Umhverfis Tónlistarheiminn á 120 mínútum á Akureyri

Mjög góð mæting var á kynningarfund sem STEF og ÚTÓN stóðu að í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri á föstudaginn síðastliðinn. Aðstaðan í HOFi er öll til fyrirmyndar og salurinn, Hamrar, er glæsilegur í alla staði og nógu stór til að hægt væri að fara eftir öllum reglum um sóttvarnir.

Bryndís frá ÚTÓN og Guðrún Björk frá STEF kynntu þar starfsemi samtakanna og allskyns tækifæri sem eru í boði fyrir tónlistarfólk. Góðar umræður spunnust í kringum málefni á borð við hvernig hægt er að komast í samband við tónlistarstjóra fyrir kvikmyndir og þætti og endurgreiðslur hljóðritunarkostnaðar.

Gott pláss var á milli allra gesta.

Gott pláss var á milli allra gesta.

Guðrún Björk fór yfir greiðsluflæði tónlistarveitna, hvaða dreifingarleiðir eru í boði, hver munurinn er á tónlistarforleggjara (music publisher) og tónlistarráðgjafa og fleiri áhugaverða hluti. Nánar verður farið í þessa þætti í hlaðvarpi sem er á döfinni og verður kynnt nánar fljótlega. Allskyns áhugaverðar upplýsingar má auk þess finna á heimasíðu STEFs, stef.is.

Guðrún Björk, framkvæmdastjóri STEFs, hóf leikinn.

Guðrún Björk, framkvæmdastjóri STEFs, hóf leikinn.

Bryndís kynnti þar á eftir þjónustu ÚTÓN, þar á meðal þau stuðnings- og fræðsluverkefni sem eru í boði, Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar, Ja Ja Ja tónleikaröðina í Berlín og London og endurgreiðslur hljóðritunarkostnaðar. Nánar er hægt að fræðast um verkefnin á heimasíðu ÚTÓN auk þess sem allar upplýsingar um endurgreiðslur hljóðritunarkostnaðar má finna á vefsíðu kynningarverkefnisins, Record in Iceland. Kynningarmyndband fyrir verkefnið má sjá hér:

Við viljum þakka Hauki Pálmasyni, Tónlistarskólanum á Akureyri og HOFi kærlega fyrir undirbúninginn og að taka á móti okkur. Við stefnum á að koma aftur að ári en þangað til hvetjum við alla til að fylgjast með síðum okkar og samfélagsmiðlum og ekki hika við að hafa samband við okkur fyrir upplýsingar eða ráðgjöf.

received_3448190881862566.jpg

Takk fyrir okkur!

Þangað til næst…

Iceland Music