Ja Ja Ja

Ja Ja Ja eru mánaðarleg klúbbakvöld haldin í London og í Berlín. Boðið er lykilaðilum úr tónlistarbransanum m.a. blaðamenn frá vinsælum tónlistarbloggum, bókarar og plötuútgáfur. Þannig eru klúbbakvöldin mikilvægur vettvangur fyrir Norrænar hljómsveitir sem stíga sín fyrstu skref inn á ákveðna markaði. Oftast er uppselt á öll klúbbakvöld og eru þau gríðarlega vinsæl.

 
7Z7NNtIA.jpeg

Til þess að spila á Ja Ja Ja klúbbakvöldi þarf að fylla út umsóknareyðublað, sem gefið er út á sama tíma og nýr umsóknarfrestur er auglýstur, og senda það inn. Bókunarteymi í hverju landi fyrir sig velur þau atriði sem koma fram á kvöldunum, en allar íslenskar hljómsveitir sem eru bókaðar geta sótt um ferðastyrk frá Útflutningssjóði, 50.000 kr. á mann.

Athugið að það þarf ekki að fylla út allt eyðublaðið. Spurt er um bókunarskrifstofu og umboðsmann, ef þú ert ekki með slíkt geturðu skilið reitinn eftir auðann. Mikilvægara er að útskýra hvaða samstarfsaðila þú ert með á hverju markaðssvæði, hvort að tónleikaferðalag sé fyrirhugað, hvort það hefur verið fjallað um þitt verkefni í fjölmiðlum á viðeigandi svæði. Glænýjar hljómsveitir munu ekki eiga miklar líkur á að komast að.

Ja Ja Ja bókar ákveðin “tónlistarstíl” og er það mest í indie popp/rokk/rafheiminum. Þú getur fengið tilfinningu fyrir því hvernig bönd koma þar fram með að skoða heimasíðuna JaJaJaMusic.com. Einnig er mikilvægt að taka fram að splunkuný bönd sem hafa ekki spilað mikið erlendis eru ólíkleg til að vera bókuð. Best er að þið hafið ákveðin aðdáendahóp í Þýskalandi eða Bretlandi (eftir hvar þú sækir um) en þurfið að stofna til samstarfs við bókunarskrifstofur, útgáfur eða þess háttar. Þá er Ja Ja Ja tilvalið fyrir ykkur.

Hljómsveitir sem eru með umboðsmann (þá aðili sem er ekki í hljómsveitinni) hafa forgang.

Umsóknarfrestir eru auglýstir 2-3 á ári á heimasíðunni okkar, Facebook síðunni okkar, Facebook hópnum okkar og í netfréttabréfi ÚTÓN.

aerial-view-ancient-architecture-672532.jpg

london

London klúbbakvöldið er haldið á The Lexington. Bókunarteymið er:

  • Pete Jarret, ATC Management

  • Francine Gorman, ritstjóri JaJaJamusic.com, verkefnastjóri Nordic Playlist, og fyrrv. content manager, VEVO

  • Ed Poston, A&R hjá Glassnote UK

  • Hector Barley – (New Music Editor the 405 / Artist Manager – 20/10)

  • Natasha Haddad (Festival Republic / Head of Booking Latitude Festival)

Dæmi um atriði er hafa spilað á klúbbakvöldinu í London eru: Harry’s Gym (NO), Bloodgroup (IC), Mikael Paskalev (NO), Hjaltalin (IC), Kvelertak (NO), The Deer Tracks (SW), Katzenjammer (NO), Niki & the Dove (SW), Zebra & Snake (FI), Team Me(NO), Young Dreams (NO), Johnossi (SW), When Saints Go Machine (DK), Marit Larsen (NO), French Films (FI)++.

Víðtæk kynningarherfeð fylgir hverju klúbbakvöldi. Norrænu útflutningsskrifstofurnar borga með hverju tónlistaratriði en sá peningur fer beint í kynningu á viðburðinum.

adult-art-berlin-234315.jpg

berlín

Berlínarkvöldin eru nýleg á nálinni og byrjuðu árið 2014.

Á opnunarkvöldi Ja Ja Ja Berlín mættu 600 gestir og yfir 200 aðilar úr tónlistarbransanum, þar á meðal PR fyrirtæki, bókarar, agentar, umboðsmenn og fleira. Fólk byrjaði að bíða í röð 1 klst. áður en hurðir voru opnaðar og var röð fyrir utan meirihluta kvölds.

Kvöldin eru haldin á FluxBau og eru í samstarfi við Flux FM, ein áhrifamesta útvarpsstöð Berlínar, en útvarp er ennþá mjög mikilvægur miðill fyrir tónlist í Þýskalandi.

Víðtæk kynningarherfeð fylgir hverju klúbbakvöldi. Norrænu útflutningsskrifstofurnar borga með hverju tónlistaratriði en sá peningur fer beint í kynningu á viðburðinum.

Þeir sem sjá um bókanir eru þýskir aðilar úr bransanum sem sjá til þess að viðeigandi og áhugaverð tónlist komi fram á hátíðinni. Sérstök áhersla er lögð á tónlist sem á vel við þýskan markað. Eftirfarandi aðilar sjá um bókanir:

  • Reeperbahn hátíðin

  • Norræn sendiráðin

  • Allt Ja Ja Ja booking team: Alexandra Bondi de Antoni (i-D Magazine), Melanie Gollin (FluxFM), Vivien Mierzkalla & Sven Staedtler (Verstärker), Sarah Besnard (ATC Live), Björn Pfarr (Reeperbahn Festival), Philipp Jacob-Pahl (Landstreicher), Kiristin Michalek (VEVO), Nina Howden & Steffi von Kannemann (Nordic by Nature)