Viltu spila á Reeperbahn hátíðinni í Hamborg?

Opið fyrir umsóknir hljómsveita / tónlistarfólks til að spila á Music Cities Network Showcase á Reeperbahn tónlistarhátíðinni í september 2019. Music Cities Network er alþjóðlegt tengslanet tónlistarborga sem Reykjavík er meðlimur í.


Tónlistarfólk getur sótt um með því að senda ferilskrá (bio), upplýsingar um verkefni framundan og samstarfsaðila ásamt hlekk á tónlist annaðhvort á SoundCloud eða Spotify. Umsókn á ensku skal senda á tonlistarborgin@reykjavik.is fyrir klukkan 12.00 mánudaginn 1. júlí.

reepberbahn.jpg


Tónlistarborgin Reykjavík sendir frá sér úrvalslista til Reeperbahn hátíðarinnar sem tekur endanlega ákvörðun um hverjir spila á showcase-kvöldi Music Cities Network. Til umráða eru fimm 40 min slott fyrir hljómsveitir / tónlistarfólk frá fimm borgum.


Við mat á umsókn er tekið tillit til eftirfarandi:

1. Samhengi - er eitthvað í gangi hjá hljómsveitinni á alþjóðavettvangi?

2. Gæði - er hljómsveitin tilbúin að spila á alþjóðlegu showcase kvöldi?

3. Þörfin - hefur hljómsveitin þörf fyrir showcase á þessum tímapunkti? Er samtal í gangi við alþjóðlega samstarfsaðila? Einnig er það jákvætt ef fagaðili (t.d. umboðsmaður eða bókari) er nú þegar starfandi með hljómsveitinni og getur tekið þátt í undirbúningi fyrir hátíðina og sinnt eftirfylgni

4. Hljómsveitin þarf að vera frá Reykjavík eða a.m.k. búa í Reykjavík


Showcase kvöldið fer fram fimmtudaginn 19. september á tónleikastaðnum Hamburg Haus þar sem tónlistarfólk frá öðrum borgum innan Music Cities Network kemur fram (Nantes, Bergen, Manchester, Berlin, Hamburg, Groningen og Aarhus). Dagskráin er hluti af formlegri dagskrá Reepberbahn.


Ekki er greitt fyrir framkomu á hátíðinni en Tónlistarborgin Reykjavík greiðir flug og gistingu. Hátíðin útvegar backline, dagpassa á hátíðina, mat og drykk.

Iceland Music