Opið fyrir umsóknir á þáttöku á Eurosonic


ART-APP.gif

Eurosonic Noorderslag tónlistarhátíðin í Groningen í Hollandi hefur nú opnað fyrir umsóknir. Eurosonic er ein mikilvægasta showcase hátíð í Evrópu og er sótt af öllum stærstu tónlistarhátíðum og bókurum heims, en um 4000 tónlistarfagaðilar sækja hana ár hvert. 
Meðal íslenskra hlljómsveita sem hafa spilað þar má nefna Ásgeir, Vök, Sóley, Of Monsters and Men, Reykjavíkurdætur og Glowie.  

Hægt er að sækja um hér: https://esns.nl/play-at-esns/

Íslenskt tónlistarfólk sem bókað er á hátíðina getur sótt um ferðastyrk í Útflutningssjóð. 

Við hvetjum alla sem eiga erindi á þessa hátíð til að sækja um! Einnig er velkomið að hafa samband við ÚTÓN til að spjalla við okkur um hvort Eurosonic henti þér.

Iceland Music