Publishing námskeið í febrúar

Við minnum á skráningu á publishing námskeiðið sem haldið verður í febrúar:

ÚTON og STEF munu halda námskeið um publishing 16 og 17 febrúar 2019, frá 9-16 báða daga.

Á námskeiðinu verður kynning á grunnatriðum tónlistarforlags (music publishing) fyrir tónlistarmenn, umboðsmenn, og meðlimi tónlistariðnaðarins. Publishing Umræðuefni munu meðal annars innihalda samninga og samningsyfirvöld, leyfi, tónsetningu (sync), meðhöfunda (co-writing), kvikmyndaútgáfur, og stóra vs sjálfstæða útgáfuaðila.

Skráning fer fram í gegnum info@stef.is.


Bryndís Jónatansdóttir