Aðrir styrkir

ÚTÓN sér um umsýslu fyrir Reykjavík Loftbrú og Útflutninssjóð íslenskrar tónlistar. Hinsvegar eru margvíslegir aðrir styrkir í boði á vegum ríkis, borgar, sveitarfélaga og Evrópusambandsins svo dæmi má nefna. Hér er úttekt á helstu styrkjum sem tónlistarmenn geta sótt um.

Ef það eru einhverjir nýjir styrkir sem við vitum ekki af eða einhverjar upplýsingar eru úreltar, endilega látið okkur vita.

cash-coins-money-259165 [www.imagesplitter.net]-0-0.jpeg

Tónlistarstyrkir

cash-coins-money-259165 [www.imagesplitter.net]-0-1.jpeg

Aðrir styrkir

cash-coins-money-259165 [www.imagesplitter.net]-0-2.jpeg

Erlendir samstarfsstyrkir

Erlendir samstarfsstyrkir

The American-Scandinavian Foundation – styrkja menningartengd verkefni í Skandinavíulandi og Bandaríkjunum. Verkefnin verða að vekja áhuga almennings á menningu landsins sem kynnt er í verkefninu.

A.P. Møller sjóðurinn styrkir samstarf og menningarstarf milli Danmerkur og annarra Norðurlanda. Jafnt stofnanir og einstaklingar geta sótt um styrki í sjóðinn.

Allianz Kulturstiftung styrkir samstarfsverkefni þriggja eða fleiri Evrópulanda. Sjóðurinn leggur áherslu á að styrkja framúrskarandi, unga listamenn sem leggja stund á nútímalega list og nýsköpun á listasviðinu.

Clara Lachmann sjóðurinn styrkir menningarsamstarf milli Norðurlandanna.

Dansk-íslenski sjóðurinn - Samstarfssjóður Íslands og Danmerkur.

Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action, og er samstarfsverkefni ESB, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og UMFÍ. Áætlunin veitir styrki fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára og þá sem starfa með ungu fólki.

European Cultural Foundation. Samstarfsstyrkir vegna samvinnu tveggja eða fleiri Evrópulanda.

Framlag til norsks-íslensks menningarstarfs. Markmið framlagsins er að stuðla að fjölbreyttu menningarsamstarfi Noregs og Íslands og geta Norðmenn og Íslendingar sótt um framlag til verkefna sem teljast mikilvæg í báðum löndum og vera líkleg til að leiða til varanlegra tengsla milli fagmanna, listamanna og fræðimanna. Verkefnin skulu endurspegla fjölbreytt listræn form og hafa í senn skírskotun til sögunnar og samtímans.

Letterstedska. Ferðastyrkir,  ráðstefnuhald og útgáfa.

Menningarsjóður Íslands og Finnlands. Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir eru öðru fremur veittir einstaklingum. Stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Styrkir til að sækja norrænar eða alþjóðlegar ráðstefnur koma að jafnaði ekki til greina.

Menningaráætlun ESB – Creative Europe. Ýmsar styrkjaleiðir

NATA – North Atlantic Tourist Association sér um að móta sameiginlega stefnu í ferðamálum fyrir Vestur-Norðurlönd (Ísland, Grænland og Færeyjar) og styrkir ýmis verkefni sem efla ferðaþjónustu innan svæðisins, m.a. menningartengd verkefni.

NAPA – Styrkir vegna verkefna í Grænlandi. Sjóðurinn styrkir einstaklinga, samtök og stofnanir sem þurfa á fjárhagslegum stuðningi að halda til að halda uppi verkefnum tengd menningu, menntun, vísindum og upplýsingastarfsemi í Grænlandi.

Norræni menningarsjóðurinn – Nordisk kulturfond styrkir menningarsamstarf milli Norðurlandanna. Oftast er gerð krafa um minnst þriggja landa samstarf.

Norræna menningargáttin – Kulturkontakt Nord, menningar- og listaáætlunin. Styrkir menningarsamstarf milli Norðurlandanna. Verkefnastyrkir, ferðastyrkir og netverksstyrkir.

Nordplus, verkefnastyrkur – Markmið Tungumála- og menningaráætlunar Nordplus eru að auka skilning á grannmálum og auka áhuga, þekkingu og skilning á norrænni menningu, málum og lífsháttum.

Samstarfsstyrkir Bandaríska sendiráðsins - styrkir fyrir samstarfsverkefni milli Íslands og Bandaríkjanna.

Scandinavia – Japan Sasakawa Foundation. Veitir styrki til að efla tengsl Íslands og Japans. Styrkirnir eru veittir til verkefna í samstarfi eða í tenglsum við japanska aðila. Veittir eru m.a. ferðastyrkir, námsstyrkir og styrkir til skammtímadvalar. Fyrir hönd Íslandsdeildar tekur Björg Jóhannesdóttir við umsóknum bjorgmin@gmail.com

Sjóður Egils Skallagrímssonar – Tilgangur sjóðsins er að efla íslenska menningu og listir á Bretlandseyjum en í því skyni veitir hann fjárstyrki. ATH! Póststimpill gildir ekki, umsóknin verður að berast í pósti fyrir þessa dagsetningu.

Sænsk-íslenski samstarfssjóðurinn. Sjóðurinn á að efla sænsk-íslenska samvinnu, styðja gagnkvæm menningarsamskipti og fræða um sænska og íslenska menningu og þjóðfélög. Sjóðurinnn styrkir á ári hverju tvíhliða samstarf  einkum á sviði menningar, menntunar og rannsókna.

The Ernst Schering Foundation. Sjóðurinn styrkir verkefni í nútímalistum sem sýnd eru í Berlín.

Þjóðhátíðargjöf Norðmanna. Tilgangur sjóðsins er að auðvelda Íslendingum að ferðast til Noregs. Í þessu skyni veitir sjóðurinn viðurkenndum félögum, samtökum og skipulögðum hópum ferðastyrki til Noregs til að efla samskipti þjóðanna.