ÚTÓN VERÐUR TÓNLISTARMIÐSTÖÐ
– nýr vefur á leiðinni með upplýsingum um okkar starfsemi og styrki nýs Tónlistarsjóðs.

Tónlistarmiðstöð tekur við hlutverki Útflutningssjóðs að veita ferða- og markaðsstyrki fyrir útflutningsverkefni í tónlist.

Tilkynning um umsóknarfresti kemur í apríl. Ekki er hægt að sækja um styrki lengur af þessum vef.

FAQ: Algengar spurningar til Útflutningssjóðs

Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar starfar skv. reglum samþykktum af mennta- og menningarmálaráðherra þann 5. febrúar 2013. Hlutverk útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar er að styrkja íslenskt tónlistarfólk við að koma tónlist sinni til stærri áheyrendahóps, á stærri markaði og auka möguleika þess á velgengni utan Íslands. 

Sjóðurinn styður við tónlistarfólk og fagaðila á sviði tónlistar í viðleitni sinni til að þróa og fullvinna tónlistarverkefni íslensks tónlistarfólks og koma á framfæri, með það að markmiði að auka sýnileika og fjölga tækifærum íslensks tónlistarfólks og skapa tengsl út fyrir Ísland.


“ÉG FÉKK EKKI STYRKINN EN VIL SÆKJA UM AFTUR, HVAÐ Á ÉG HAFA Í HUGA?”

Vertu viss um að verkefnið þitt falli að viðmiðum sjóðsins. Hér má nálgast úthlutunarreglur sjóðsins en þær eru í aðalatriðum eftirfarandi:

  • verkefnið er “export ready”, þ.e. vinnur nú þegar í útflutningi á sinni tónlist, eða er með það að aðalmarkmiði

  • framleiðendur verkefnisins eru með erlenda samstarfsaðila

  • áætluð framkvæmd á útflutningi þarf að vera sannfærandi

  • sýna þarf fram á útflutningsverðmæti verkefnisins á afgerandi hátt

“AF HVERJU FÉKK ÉG EKKI FERÐASTYRK?”

Það er stíf samkeppni um ferðastyrki og þau verkefni sem fá styrk þurfa að uppfylla viðmið sjóðsins, sem telja meðal annars:

  • Er sótt um ferðastyrk fyrir í það minnsta þremur tónleikum?

  • Er sótt um ferðastyrk fyrir að spila á “showcase” hátíð?

  • Eru hljómsveitarmeðlimir með skattfesti á Íslandi?

  • Fylgir með fjárhagsáætlun sem sýnir fram á raunkostnað ferðalagsins?

Hér má finna nánar um viðmið til ferðastyrks sérstaklega.


 

Athugið að Útflutningssjóður er samkeppnissjóður, þannig þegar margar sterkar umsóknir berast getur góðum umsóknum verið hafnað eða þær fengið lægri upphæð úthlutað en sótt er um.

 

“HVERNIG Á ÉG AÐ GERA BETRI FJÁRHAGSÁÆTLUN?”

Athugið að ein algengasta ástæða fyrir því að umsókn er felld er vegna slakrar fjárhagsáætlunar. Hér eru nánari leiðbeiningar um gerð á fjárhagsáætlun fyrir Útflutningssjóð, en hér eru mikilvægustu atriðin til að hafa í huga:

  • sýndu fram á raunverulegan kostnað verkefnisins með fjárhagsáætlun (fyrir ferðastyrk og sameiginleg fyrir markaðsstyrki)

  • ekki setja liði í fjárhagsáætlun sem koma markaðssetningu verkefnisins ekki við (t.d. framleiðsla á varningi)

  • athugið að kostnaður og tekjur eiga að stemma af


“HVERNIG Á ÉG AÐ GERA BETRI MARKAÐSÁÆTLUN?”

Uppsetning á markaðsáætlun vefst fyrir mörgun. ÚTÓN mælir með að kynna sér í góðum tíma til hvers er ætlast, og jafnvel leita sér aðstoðar frá fagaðila til að tryggja gerð sterkar markaðsáætlunar. Hér eru leiðbeiningar frá ÚTÓN sem er gott að hafa til hliðsjónar við gerð umsóknar.

Helstu atriði góðrar markaðsáætlunar eru:

  • gert góð grein fyrir verkefninu og framkvæmdaraðilum

    • er unnið með erlendum fagaðilum?

  • markhópur markaðsherferðarinnar er skýr sem og markmið

  • skýr tímalína fylgir

  • ef einnig er sótt um styrk til framleiðslu á kynningarefni að það sé útskýrt hvernig það nýtist í erlendri markaðssetningu.

Sækið um FYRIR 1. hvers mánaðar um ferðastyrk, og FYRIR 1. ágúst, 1. september og 1. nóvember um markaðsstyrk og styrk til framleiðslu á kynningarefni.