Saga ÚTÓN

 
uton_logo copy.jpg

Saga útón 

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar eða Iceland Music Export (IMX) var stofnsett árið 2006 með föstu fjárframlagi til þriggja ára frá iðnaðar-, menntamála- og utanríkisráðuneyti, Samtóni og Landsbanka Íslands. Skrifstofan hafði aðsetur hjá  Íslandsstofu (sem áður var Útflutningsráð Íslands). Útflutningsráð átti einnig samstarf við skrifstofuna um ýmis verkefni.

Rekstur skrifstofunnar var í upphafi miðaður við þrjú ár og í kjölfarið var ráðgert að endurmeta stöðuna til þess að tryggja áframhaldandi starfi sem bestan farveg. Fjármagni var af hálfu stofnenda veitt til starfsemi hennar árin 2006, 2007 og 2008. Samningar við ráðuneyti og Samtón voru endurnýjaðir til þriggja ára og giltu út árið 2011, og síðan á þriggja ára fresti.

Skrifstofan hefur fest sig í sessi og almenn ánægja er með starfsemi hennar eins og kannanir og MS ritgerðir sem unnar hafa verið staðfesta.

Anna Hildur Hildibrandsdóttir var ráðin framkvæmdastjóri skrifstofunnar í febrúar 2007 og fylgdi markmiðum hennar ötullega eftir, en hún ásamt stjórn ÚTÓN markaði heildarstefnu til útrásar tónlistarverkefna frá Íslandi.

Anna Hildur tók við nýju verkefni í janúar 2012 sem kallast Nordic Music Export (NOMEX) sem er í eigu ÚTÓN og systurskrifstofanna á Norðurlöndum. Sigtryggur Baldursson, tónlistarmaður, var í kjölfarið ráðinn framkvæmdastjóri en hann hafði setið í stjórn ÚTÓN frá því að skrifstofan var sett á laggirnar í nóvember 2006 fyrir hönd STEF.

Skrifstofan hefur frá árinu 2014 haft aðsetur í Tónklasanum á Hlemmi. Kallast nú skrifstofan ÚTÓN uppá íslensku en Iceland Music (IM) á ensku.

ÚTÓN_7.png