Record in Iceland – 25% endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði sem stofnað er til hér á landi

Record in Iceland verkefnið gengur út á að kynna 25% endurgreiðslur á hljóðritunarkostnaði sem stofnað er til hér á landi. Framkvæmd kynningar er í höndum ÚTÓN en endurgreiðslurnar koma beint frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. 

Hér má finna lög um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist.

Markmið laga nr. 110/2016 um endurgreiðslu vegna hljóðritunar er að efla tónlistariðnað á Íslandi og geta innlendir sem erlendir aðilar fengið 25% endurgreiðslu á þeim kostnaði sem stofnað er til hér á landi.

Helstu skilyrði

  • Hljóðritin eru að lágmarki 14 mínútur að lengd (samtals lengd útgefinis efnis á 18 mánaða tímabili).

  • ISRC kóðar eru til staðar fyrir hljóðritin (sérstakar reglur gilda fyrir kvikmyndatónlist).

  • Hljóðritin hafi verið gefin út og eru aðgengileg almenningi.

  • Umsókn skal send beint á postur@mvf.is og skal fylgja umsóknarferli sem lýst er á vef Record in Iceland.

Verkefnið vann útflutningsverðlaun á Degi íslenskrar tónlistar árið 2021 og hefur ÚTÓN verið með kynningar á Record in Iceland í Bretlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, á Norðurlöndunum og víðar. Áhugi á upptökum hér á landi fer sívaxandi enda hljóðverin hér mörg hver á heimsmælikvarða. Allar frekari upplýsingar má finna á vef Record in Iceland.

Record in Iceland kynningar má svo einnig nálgast á Instagram, Twitter, Facebook og LinkedIn síðum verkefnisins og við hvetjum ykkur öll til að fylgjast með þar.