• Iceland Airwaves óskar eftir umsóknum frá tónlistarmönnum

  Iceland Airwaves hafa opnað fyrir umsóknir um framkomu á hátíðinni í ár. Besta leiðin til þess að hafa möguleika á að spila á hátíðinni er að sækja um, flóknara er það ekki.

 • Jazzhátíð Reykjavíkur auglýsir eftir framkvæmdastjóra

  Jazzhátíð Reykjavíkur freistar þess að bjóða uppá það besta í íslenskri jazztónlist. Jazz á Íslandi snýst ekki síður um að vera í góðum tengslum við alþjóðlega strauma. Jazzhátíð Reykjavíkur er skipulögð af Jazzdeild FÍH með hjálp frá Menningarsjóði FíH, Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði. Nýlega vann hátíðin Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta tónlsitarviðburð ársins 2014 á sviði djass og blús.

 • Tónverkamiðstöð í samstarfi við ÚTÓN munu standa fyrir kynningu á íslenskum tónskáldum á Classical:NEXT

  Classical:NEXT er fyrst og fremst söluráðstefna í sígildri og samtímatónlist, með fókus á evrópskan markað. Ráðstefnan er nokkuð ný af nálinni, en fyrsta hátíðin var haldin 2012. Þrátt fyrir það hefur hátíðin hægt og bítandi fest sig í sessi sem einn besti vettvangur fyrir kynningu og tengslamyndun á sviði sígildrar og samtímatónlistar.

 • Nordic Playlist útvarpsbarinn á by:Larm

  Í dag var tilkynnt að Nordic Playlist útvarpsbarinn yrði á by:larm tónlistarhátíðinni sem fram fer í byrjun mars í Olsó. Útvarpað verður 5. og 6. mars en það er þáttagerðarfólk frá öllum Norðurlöndunum sem stendur að dagskránni auk þess sem sex hljómsveitir koma fram.

 • Tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn í Red Bull Music Academy

  Aðilar frá Red Bull Music Academy voru á Íslandi á dögunum og vilja vekja athygli á umsóknarferli sínu fyrir íslenska tónlistarmenn, en Íslendingur hefur aldrei áður tekið þátt og er vonin að breyta því. RBMA er margverðlaunað og heldur vinnustofur á sviði tónlistar í borgum um allan heim. Fyrri þátttakendur eru meðal annars Nina Kraviz, Flying Lotus, og Lusine.

 • Að kynna tónlist í Þýskalandi

  Þýskaland er einn mikilvægasti markaður Evrópu fyrir tónlistarmenn. Þjóðverjar kaupa ennþá geisladiska í miklum mæli og geta vinsældir þar haft áhrif á öll þýskumælandi markaðssvæði.

 • Hvernig kem ég tónlistinni minni á tónlistarblogg?

  Að fá umfjöllun á áhrifamiklu tónlistarbloggi getur breytt miklu fyrir nýjan tónlistarmann, en hvernig kemst maður inn á þessar síður? Flest þeirra fá hundruðir tölvupósta á dag með SoundCloud hlekkjum og DJ mixum og erfitt er að standa upp úr.

 • Að selja og kynna tónlist í Japan

  ÚTÓN hefur undanfarin ár tekið þátt í Hokuo Music Night sem er samnorrænt verkefni stofnað af finnsku Útflutninsskrifstofunni Music Finland. Fulltrúi fór til Tokyo í lok síðasta árs ásamt hljómsveitinni Oyama og íslenskum lagahöfundi.

 • Ja Ja Ja klúbbakvöld í Berlín og London

  Allt sem þú þarft að vita um Ja Ja Ja klúbbakvöldin – umsóknarfrestur, umsóknareyðublað, hverjir standa á bak við þetta og fleira!

 • Fjárhagsáætlanagerð vegna umsókna í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar – ferðastyrkir

  Eitt af því sem umsækjendur í Útflutningssjóð eiga erfiðast með er skil á fjárhagsáætlun vegna ferðastyrkja. Hér eru nokkur góð ráð um hvernig er best að fylla út fjárhagsáætlun, sem þannig eykur líkur á styrkveitingu. Ráðin geta einnig nýst í aðrar umsóknir.

 • Tölur um umsóknir í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar 2014

  Eitt að því sem fylgir umsýslu styrktarsjóðs er það býður upp á gagnaöflun sem áður gat ekki átt sér stað. ÚTÓN hefur rýnt í umsóknir sem hafa borist sjóðnum 2014 og birtir eftirfarandi tölur.

logoanbakgrunns

Skráðu þig á póstlista ÚTÓN!

Smelltu hér til þess að fá tækifæri, fræðslu og fréttir beint í pósthólfið. Við deilum ekki tölvupóstfanginu þínu með neinum og þú getur hætt við hvenær sem er.