• Jazzhátíð Reykjavíkur auglýsir eftir umsóknum fyrir innlend atriði

  Ný framkvæmdastjórn hefur einnig tekið til starfa hjá Jazzhátíð Reykjavíkur og mun sjá um alla skipulagningu, framkvæmd og listræna stjórnun hátíðarinnar sem fer fram dagana 12. -16. Ágúst 2015.

 • Kaleo vekur athygli á SXSW og fer á tónleikaferðalag í Bandaríkjunum

  Hljómsveitin Kaleo er stödd um þessar mundir í Austin, Texas þar sem að þeir spiluðu nýverið á tónlistarhátíðinni South by South West. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Bandarríkjunum og kom hljómsveitin fram alls 8 sinnum á 5 dögum. Strákarnir hafa hlotið mikið lof og verðskuldaða athygli.

 • Skráningu vegna Músíktilrauna 2015 í Hörpu, lýkur 8. mars

  Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í Músíktilraunir 2015. Skráningarfrestur rennur út sunnudaginn 8.mars nk. og fer skráning fram í gegnum heimasíðu tilraunanna, www.musiktilraunir.is

 • Iceland Airwaves óskar eftir umsóknum frá tónlistarmönnum

  Iceland Airwaves hafa opnað fyrir umsóknir um framkomu á hátíðinni í ár. Besta leiðin til þess að hafa möguleika á að spila á hátíðinni er að sækja um, flóknara er það ekki.

 • Jazzhátíð Reykjavíkur auglýsir eftir framkvæmdastjóra

  Jazzhátíð Reykjavíkur freistar þess að bjóða uppá það besta í íslenskri jazztónlist. Jazz á Íslandi snýst ekki síður um að vera í góðum tengslum við alþjóðlega strauma. Jazzhátíð Reykjavíkur er skipulögð af Jazzdeild FÍH með hjálp frá Menningarsjóði FíH, Reykjavíkurborg og Tónlistarsjóði. Nýlega vann hátíðin Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir besta tónlsitarviðburð ársins 2014 á sviði djass og blús.

 • Hvað er “sync”? – skilgreiningar á hugtökum

  Oft þegar menn taka sín fyrstu skref í tónlistargeiranum vefst fyrir þeim allskyns hugtök og skilgreiningar. Best er að kynna sér vel hvað öll orðin þýða, bæði til þess að forðast misskilning og til þess að hámarka fagmennsku í samskiptum við erlenda viðskiptaaðila.

 • Að kynna tónlist í Þýskalandi

  Þýskaland er einn mikilvægasti markaður Evrópu fyrir tónlistarmenn. Þjóðverjar kaupa ennþá geisladiska í miklum mæli og geta vinsældir þar haft áhrif á öll þýskumælandi markaðssvæði.

 • Hvernig kem ég tónlistinni minni á tónlistarblogg?

  Að fá umfjöllun á áhrifamiklu tónlistarbloggi getur breytt miklu fyrir nýjan tónlistarmann, en hvernig kemst maður inn á þessar síður? Flest þeirra fá hundruðir tölvupósta á dag með SoundCloud hlekkjum og DJ mixum og erfitt er að standa upp úr.

 • Að selja og kynna tónlist í Japan

  ÚTÓN hefur undanfarin ár tekið þátt í Hokuo Music Night sem er samnorrænt verkefni stofnað af finnsku Útflutninsskrifstofunni Music Finland. Fulltrúi fór til Tokyo í lok síðasta árs ásamt hljómsveitinni Oyama og íslenskum lagahöfundi.

 • Ja Ja Ja klúbbakvöld í Berlín og London

  Allt sem þú þarft að vita um Ja Ja Ja klúbbakvöldin – umsóknarfrestur, umsóknareyðublað, hverjir standa á bak við þetta og fleira!

 • Fjárhagsáætlanagerð vegna umsókna í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar – ferðastyrkir

  Eitt af því sem umsækjendur í Útflutningssjóð eiga erfiðast með er skil á fjárhagsáætlun vegna ferðastyrkja. Hér eru nokkur góð ráð um hvernig er best að fylla út fjárhagsáætlun, sem þannig eykur líkur á styrkveitingu. Ráðin geta einnig nýst í aðrar umsóknir.

logoanbakgrunns

Skráðu þig á póstlista ÚTÓN!

Smelltu hér til þess að fá tækifæri, fræðslu og fréttir beint í pósthólfið. Við deilum ekki tölvupóstfanginu þínu með neinum og þú getur hætt við hvenær sem er.

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar

Laugavegur 105, 105 Reykjavík

s. 588 6620