• Opið fyrir umsóknir á Eurosonic 2016

  Árið 2015 var Ísland fókusland á Eurosonic Noorderslag og voru 19 íslenskar hljómsveitir sem stigu þar á stokk. Íslensk tónlist fékk mikla verðskuldaða athygli og eru mörg dæmi um hljómsveitir sem hafa stofnað til samstarfs við erlenda aðila í kjölfar hátíðarinnar. Nú er hægt að sækja um að koma fram á hátíðinni 2016, og eru íslenskir tónlistarmenn sérstaklega hvattir til þess að sækja um.

 • Nýr ritstjóri hjá IMX.is

  Zoë Howe hefur unnið sem ritstjóri IMX síðan 2005. Hennar skrif hafa birst á miðlum eins og BBC Music / 6Music, Planet Rock, Absolute Radio, E4, The Quietus, Channel4Music, NME, Company og fleirum. Hún hefur iðulega sinnt hlutverki ritstjóra í fimm ár samhliða því að vera rithöfundur. Hún hefur skrifað fjölmargar skemmtilegar bækur um tónlist og hefur ákveðið að einblína á það alfarið. Megan Horan tekur við stöðunni af Zoë.

 • ÚTÓN tilnefnd sem Útflutningsskrifstofa ársins

  YMCA (Yearly Music Convention Awards) voru haldin hátíðleg á The Great Escape í ár. The Great Escape er ein lykil bransahátíð Evrópu og koma það hundruðir fagaðila ár hvert.

 • Framkvæmdastjórapistill 13. maí

  Nú er vorið loks að koma og atkvæðamikill vetur að baki. Eftir Eurosonic fókusinn fórum við á Bylarm í Noregi hvar 4 íslenskar sveitir léku og sáum fullt af skemmtilegum böndum frá hinum Norðurlöndunum líka og hittum fullt af fólki, allstaðar að:-) Svo var farið til Los Angeles með nýja útgáfu af Made in Iceland […]

 • FRÆÐSLUKVÖLD: Hvar eru peningarnir mínir?

  Mánudaginn 25. maí stendur ÚTÓN fyrir fræðslukvöldi um fjármögnun en þetta verður síðasta fræðslukvöldið fyrir fræðslufrí í sumar. Á fræðslukvöldinu förum við yfir þrjár helstu leiðir sem tónlistarmenn fara til þess að fjármagna verkefni sín, hvort sem það er plötuútgáfa, markaðsherferð eða tónleikaferðalag.   Dagskráin er eftirfarandi: 17:00 – Útflutningssjóður íslenskrar tónlistar, Reykjavík Loftbrú og […]

 • Tónlistarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum

  Tónlistarsjóður auglýsir eftir styrkumsóknum til verkefna sem efnt verður til á tímabilinu 1. júlí til 31. desember 2015. Umsóknarfrestur er til 15. maí kl. 17:00.

 • Á ég að setja tónlist mína á Spotify?

  Undanfarið hefur verið mikil umræða um kosti og galla þess að vera með tónlist á Spotify. ÚTÓN hefur tekið saman ýmis rök með og á móti til þess að auðvelda tónlistarmönnum að taka upplýsta ákvörðun um dreifingu á efni sínu. Ætlunin er ekki að taka afstöðu með eða á moti, heldur setja fram fleiri hliðar á málinu, sérstaklega vegna þess að ákvörðun um að vera ekki á slíkum streymiveitum getur haft víðtæk áhrif á tónlistarmenn.

 • Fyrirlestur um stafræna markaðssetningu og auglýsingar

  Líkt og ÚTÓN halda hinar norrænu útflutningsskrifstofurnar reglulega fræðslufundi um hin ýmis mál sem snúa að kynningu tónlistar erlendis. Nú hefur sænska skrifstofan birt myndbandsupptöku af fræðslukvöldi sem þau héldu á dögunum um markaðssetningu.

 • Hvað er “sync”? – skilgreiningar á hugtökum

  Oft þegar menn taka sín fyrstu skref í tónlistargeiranum vefst fyrir þeim allskyns hugtök og skilgreiningar. Best er að kynna sér vel hvað öll orðin þýða, bæði til þess að forðast misskilning og til þess að hámarka fagmennsku í samskiptum við erlenda viðskiptaaðila.

 • Að kynna tónlist í Þýskalandi

  Þýskaland er einn mikilvægasti markaður Evrópu fyrir tónlistarmenn. Þjóðverjar kaupa ennþá geisladiska í miklum mæli og geta vinsældir þar haft áhrif á öll þýskumælandi markaðssvæði.

 • Hvernig kem ég tónlistinni minni á tónlistarblogg?

  Að fá umfjöllun á áhrifamiklu tónlistarbloggi getur breytt miklu fyrir nýjan tónlistarmann, en hvernig kemst maður inn á þessar síður? Flest þeirra fá hundruðir tölvupósta á dag með SoundCloud hlekkjum og DJ mixum og erfitt er að standa upp úr.

 • Að selja og kynna tónlist í Japan

  ÚTÓN hefur undanfarin ár tekið þátt í Hokuo Music Night sem er samnorrænt verkefni stofnað af finnsku Útflutninsskrifstofunni Music Finland. Fulltrúi fór til Tokyo í lok síðasta árs ásamt hljómsveitinni Oyama og íslenskum lagahöfundi.

logoanbakgrunns

Skráðu þig á póstlista ÚTÓN!

Smelltu hér til þess að fá tækifæri, fræðslu og fréttir beint í pósthólfið. Við deilum ekki tölvupóstfanginu þínu með neinum og þú getur hætt við hvenær sem er.

Útflutningsskrifstofa íslenskrar tónlistar

Laugavegur 105 · 105 Reykjavík

s. 588 6620 · info@icelandmusic.is