Nýjustu viðburðir

Screen Shot 2014-02-20 at 14.40.56

01.05.2014 Umsóknarfrestur fyrir Tónlistarsjóð rennur út

Hlutverk Tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslensku tónlistarfólki og tónsköpun þess. Sjóðurinn starfar samkvæmtlögum nr. 76/2004 og reglum um úthlutun styrkja úr Tónlistarsjóði.

Nánar um viðburðinn

Fleiri viðburðir


Fróðleikur

Ritgerðir um íslenska tónlist

ÚTÓN hefur tekið saman yfirlit yfir lokaverkefni um íslenska tónlist.

Skýrsla um tónlistarhátíðir á Íslandi

Skýrslan byggir á niðurstöðum úttektar sem unnin var í samstarfi ÚTÓN og Ferðamálastofu. Tómas Young hafði umsjón með verkefninu og er jafnframt höfundur skýrslunnar. Verkefnið miðaði að því að kortleggja íslenskar tónlistarhátíðir og meta styrkleika þeirra og veikleika, en liður í þeirri kortlagningu var könnun meðal forsvarsmanna íslenskra tónlistarhátíða. Í könnuninni var leitast við að varpa ljósi á rekstur hátíðanna, auk þess sem kallað var eftir mati á hugsanlegu samstarfi milli tónlistarhátíða hér á landi.

Glærur frá fræðslukvöldi um styrki og sjóði

Þriðjudaginn 17. september stóð ÚTÓN fyrir fræðslukvöldi í Norræna húsinu um styrki, sjóði og fjármögnun. Þetta hefur hingað til verið eitt vinsælasta fræðslukvöldið sem ÚTÓN stendur fyrir. Á námskeiðinu var fjöldi fyrirlesara sem kynnti sjóði, styrki og fjármögnunarleiðir auk þess sem farið var yfir hvernig gera eigi góða styrkumsókn. Þá fengu allir þátttakendur útprentað yfirlit yfir alla þá sjóði sem tónlistarfólk getur sótt í.


Póstlisti ÚTÓN

Fáðu fréttir af öllu því nýjasta beint í æð!


Fréttir

bara stafur svart

16.04.2014 Breytt umsóknareyðublað fyrir markaðsstyrki hjá Útflutningssjóði íslenskrar tónlistar.

Nú 1. maí hefur útflutningssjóður íslenskrar tónlistar verið starfandi í eitt ár.

Sem fyrr er úthlutað ferðastyrkjum mánaðarlega en markaðsstyrkjum fjórum sinnum á ári. Verður úthlutað markaðsstyrkjum í annað sinn í ár, nú 1. maí, en nýtt umsóknareyðublað hefur verið tekið í notkun.

Meira

Seinast af Twitter


Myndasafnið á Flickr