Nýjustu viðburðir

iceland_airwaves_2014_logo

03.11.2014 Fræðslukvöld um tengslamyndun á tónlistarhátíðum

Til þess að aðstoða tónlistarfólk við að fá sem mest út úr Iceland Airwaves, og sérstaklega tengslamyndunarfundi sem þar er haldinn, verður haldið örstutt fræðslukvöld um tengslamyndun á tónlistarhátíðum. Farið verður yfir helstu atriði sem skipta máli þegar reynt er að koma hljómsveit á framfæri á slíkum hátíðum og hvernig er best að nýta sér það bransalið sem kemur til landsins til þess að fá sem mest út úr hátíðinni. Fræðslukvöldið er öllum opið.

Nánar um viðburðinn
IcelandAirwaves

05.11.2014 Iceland Airwaves 5. – 9. nóvember

Iceland Airwaves verður haldin í 15. sinn í nóvember. Um 220 atriði koma fram á hátíðinni og að sjálfsögðu lang flest íslensk. ÚTÓN heldur tengslamyndunarfund í tengslum við hátíðina á föstudeginum kl. 16:00 í Björtuloftum í Hörpu.

Nánar um viðburðinn
jajaja_banner_wolf_1050x389

13.11.2014 Ja Ja Ja Festival í London

Önnur Ja Ja Ja hátíðin verður haldin og dagskráin er stútfull af skemmtilegum norrænum tónlistaratriðum. Okkar eigin Emiliana Torrini verður aðalatriðið á hátíðinni.

Nánar um viðburðinn

Fleiri viðburðir


Fróðleikur

Fjárhagsáætlanagerð vegna umsókna í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar – ferðastyrkir

Eitt af því sem umsækjendur í Útflutningssjóð eiga erfiðast með er skil á fjárhagsáætlun vegna ferðastyrkja. Hér eru nokkur góð ráð um hvernig er best að fylla út fjárhagsáætlun, sem þannig eykur líkur á styrkveitingu. Ráðin geta einnig nýst í aðrar umsóknir.

Tölur um umsóknir í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar 2014

Eitt að því sem fylgir umsýslu styrktarsjóðs er það býður upp á gagnaöflun sem áður gat ekki átt sér stað. ÚTÓN hefur rýnt í umsóknir sem hafa borist sjóðnum 2014 og birtir eftirfarandi tölur.

Spila erlendis

Oftast fara tónlistarmenn hefðbundnar leiðir til þess að kynna tónlist sinni fyrir erlendum aðilum, en það getur verið kostnaðarsamt og ef að hljómsveit er lítið þekkt þá er erfitt að selja miða til þess að fjármagna slíka ferð.


Fréttir

Yaic_logo_web_kassi_litur_2014

24.10.2014 You Are in Control og vinnustofa á vegum ÚTÓN

Alþjóðlega ráðstefnan You Are In Control (YAIC) verður haldin í Reykjavík í sjöunda sinn dagana 03. og 04. nóvember 2014 í Bíó Paradís. Sem fyrr mætast á ráðstefnunni skapandi greinar; hönnun, tónlist, bókmenntir, tölvutækni, leiklist, kvikmyndagerð og myndlist. Þemað í ár er Skapandi samsláttur (e. Creative Synergy), þar sem áhersla er lögð á verkefni og skapandi fólk sem vinnur þvert á eða milli listgreina og rýnt í hvaða nýju tækifæri er að finna í þessum samslætti.

Meira

Seinast af Twitter


Myndasafnið á Flickr