Nýjustu viðburðir

EuroSonic

01.09.2014 Umsóknarfrestur um framkomu á Eurosonic 2015 rennur út

Ísland verður heiðursgestur á Eurosonic – Noorderslag tónlistarhátíðinni í Groningen í Hollandi næstkomandi janúar. Þetta er einhver stærsta tónlistarhátíð og tónlistarráðstefna álfunnar, þar sem mætast fulltrúar allra stærstu popp og raftónlistarhátíða í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Tónlistarmenn sem áhuga hafa á að koma fram á hátíðinni eru vinsamlegast beðnir að sækja um frá 1. maí , til og með 1. september á þessu tengli: http://marcatoapp.com/web/eurosonic/artists

Nánar um viðburðinn

Fleiri viðburðir


Fróðleikur

Fróðleiksmolar frá The Great Escape

ÚTÓN fór nýlega á The Great Escape sem er ein stærsta tónlistarhátíð fyrir nýja tónlist. Hátíðin var haldin 8. – 10. maí og samhliða henni er haldin öflug tónlistarráðstefna. Haldnir voru fyrirlestrar og pallborðumræður með viðfangsefni á borð við “Building a Fan Business”, “Maximizing Music Rights”, “New Product Strategies” og “Making Money from Music: a Beginners Guide”. Ráðstefnustjórinn er maður að nafni Chris Cooke en hann er einn af stofnendum CMU eða Complete music update sem er ein stærsta fréttaveita fyrir tónlistariðanaðinn í Bretlandi.

Ritgerðir um íslenska tónlist

ÚTÓN hefur tekið saman yfirlit yfir lokaverkefni um íslenska tónlist.

Skýrsla um tónlistarhátíðir á Íslandi

Skýrslan byggir á niðurstöðum úttektar sem unnin var í samstarfi ÚTÓN og Ferðamálastofu. Tómas Young hafði umsjón með verkefninu og er jafnframt höfundur skýrslunnar. Verkefnið miðaði að því að kortleggja íslenskar tónlistarhátíðir og meta styrkleika þeirra og veikleika, en liður í þeirri kortlagningu var könnun meðal forsvarsmanna íslenskra tónlistarhátíða. Í könnuninni var leitast við að varpa ljósi á rekstur hátíðanna, auk þess sem kallað var eftir mati á hugsanlegu samstarfi milli tónlistarhátíða hér á landi.


Póstlisti ÚTÓN

Fáðu fréttir af öllu því nýjasta beint í æð!


Fréttir

2014-04-24 18.43.40

23.06.2014 Greinargerð um Jazzahead ráðstefnuna í Bremen í Þýskalandi, 24. til 27. apríl. 2014.

Tekin var á leigu bás á ráðstefnunni sem fór fram í Messe ráðstefnuhöllinni í Bremen.

Undirritaður var verkefnastjóri fyrir hönd ÚTÓN, og sá um básinn.

Í fyrsta sinn í ár vorum við uppi á lofti með hinum norðurlandaþjóðunum.

Meira

Seinast af Twitter


Myndasafnið á Flickr