Feb
16
to 17 Feb

Námskeið um publishing í tónlist

ÚTON og STEF munu halda námskeið um publishing 16 og 17 febrúar 2019, frá 9-16 báða daga.

Þetta námskeið verður kynning á grunnatriðum tónlistarforlags (music publishing) fyrir tónlistarmenn, umboðsmenn, og meðlimi tónlistariðnaðarins. Publishing Umræðuefni munu meðal annars innihalda samninga og samningsyfirvöld, leyfi, tónsetningu (sync), meðhöfunda (co-writing), kvikmyndaútgáfur, og stóra vs sjálfstæða útgáfuaðila.

Meðal fyrirlesara eru:

- Monica Ekmark, Föreningen svenska tonsättare, SE
- Kerstin Mangert, Arctic Rights Management, NO
- Pam Lewis-Rudden, Plutonic Group, GB
- Colm O'Herlihy, Bedroom Community, IS
- Guðrún Björk Bjarnadóttir, STEF, IS

Til að skrá sig þarf að senda tölvupóst til info@stef.is með tengiliðaupplýsingum og kennitölu. Námskeiðið kostar 7.900 kr og er hádegismatur og aðrar veitingar fyrir báða daganna innifalið í verðinu. Meðlimir STEF fá 20% afslátt af námskeiðskostnaði.

Vinsamlegast sendið frekari fyrirspurnir til hello@icelandmusic.is eða cheryl@icelandmusic.is

View Event →
Oct
31
5:00 pm17:00

Undirbúningur fyrir Airwaves

Á fundinum verður farið yfir hvernig best er að undirbúa sig fyrir tengslamyndunarfundi, hvernig markmið er gott að setja sér auk þess sem hugmyndin að baki pitch fundinum verður kynntur.

Starfsfólk frá ÚTÓN og Iceland Airwaves heldur fundinn og stendur fyrir svörum.

Boðið verður upp á kaffi og meððí. Fundurinn er haldinn í Setri skapandi greina sem er við hlið skrifstofu ÚTÓN á Hlemmi (innangengt). 

Við hvetjum alla til að mæta!

View Event →
Oct
18
5:00 pm17:00

Fræðslukvöld: Opinberun ÚTÓN.is

Fimmtudaginn 18. október mun ÚTÓN opinbera nýja heimasíðu sína og býður af því tilefni til kynningarfundar. Á fundinum verður ný heimasíða kynnt auk þess sem við munum fara yfir helstu verkefni og áherslur komandi árs og svörum spurningum viðstaddra. Meðal þess sem farið verður yfir verður aðkoma ÚTÓN að showcase hátíðum erlendis, kynning á Útflutningssjóði, hvaða ráðgjöf er í boði hjá ÚTÓN og margt fleira.

Boðið verður upp á kaffi og meððí. Fundurinn er haldinn í Setri skapandi greina sem er við hlið skrifstofu ÚTÓN á Hlemmi (innangengt). 

Við hvetjum alla til að mæta, fagna nýrri heimasíðu með okkur og kynna sér starfsemi ÚTÓN.

View Event →