ÚTÓN skilgreinir reglulega lykilmarkaði, en það eru þeir markaðir sem við teljum bjóða upp á flest tækifæri fyrir íslenska tónlist og tónlistarfólk. Til að fá frekari upplýsingar og tengla á ákveðna markaði, kiktu á Vegvísir. Ef þú hefur  fleiri spurningar um áherslur ÚTÓN, þá er hér stutt yfirlit.

Evrópa

ÚTÓN tekur þátt í verkefnum um alla Evrópu, meðal annars erum við hluti af NOMEX, samstarfsvettangi norrænna útfluningsskrifstofa og erum stofnmeðlimir EMEE, samstarfsvettvangi Evrópskra útflutningsskrifstofa. Helsta áherslan er þó á Bretland og Þýskaland og nágrenni, þar sem þessir markaðir eru þeir stærstu í Evrópu og bjóða upp á mikil tækifæri fyrir íslenskt tónlistarfólk.

Í Evrópu erum við með samstarf við svokallaðar showcase hátíðir, þar á meðal eru Reeperbahn í Þýskalandi, By:Larm í Noregi, The Great Escape í Bretlandi og Eurosonic í Hollandi. . Einnig tökum við þátt í JA JA JA, sem er klúbbakvöld sem haldin eru af Nomex yfir vetrarmánuðina í London og Berlin. Umsóknarfresti fyrir þessar hátíðir minnum við á í fréttabréfum okkar.

Frekari upplýsingar veitir Anna Rut.


N-Ameríka

Verkefni ÚTÓN í Norður Ameríku felast aðallega í þessari þríliðu.

MÁNAÐARLEGT FRÉTTABRÉF TIL TÓNLISTARSTJÓRA

Tónlistarstjórar (EN: music supervisors) er vaxandi starfsgrein sem hefur verið að skapa mikil verðmæti fyrir tónlistargeirann á síðustu árum en þessir aðilar kaupa tónlist til notkunar í myndefni, frá kvikmyndum til sjónvarpsþátta, til auglysinga og tölvuleikja.

Við sendum út fjögurra laga lista af nýrri eða tema tengdri tónlist til tónlistarstjóra í hverjum mánuði og vinnum í að setja saman hlustunarfundi með tónlistarstjórum á Iceland Airwaves hátíðinni, í samráði við STEF.

Sæktu um hér.

 

MADE IN ICELAND - Háskólaútvarpsstöðvar

ÚTÓN opnar fyrir umsóknir í upphafi hvers árs af nýju efni sem hefur áhuga á að vera með í kynningar verkefni á íslenskri tónlist í BNA sem felst í því að senda lög á háskólaútvarp í bandaríkjunum. Samstarfsaðilar í BNA velja síðan lög sem þykja líkleg til að fá spilun í útvarpi og eru þau send á fjölda stöðva og fylgst með hver fá spilun hvar.

 

Taste of Iceland - Reykjavík Calling

Þetta eru tónleikar sem fram fara í tengslum við Taste of Iceland menningarkynninguna sem fram fer í 5 borgum norður ameríku, vor og haust, ár hvert. Þá er íslensk menning í forgrunni í viku í Boston (mars), Chicago (april), New York City (september), Seattle (oktober) og Toronto (november) með íslenskum matseðli á veitingastað, bókmenntakynningu í bókaverslun, hönnunarspjalli eða syningu, kvikmyndum, myndlist. Síðast en ekki síst, tónleikum með tveimur íslnskum listamönnum eða hljómsveitum og einum “local” frá hverri borg um sig.

Útón hefur komið að því að vinna með listamönnum að þvi að bjóða fólki úr tónlistargeiranum á tónleikana og tengslamyndunarfundi í kringum viðveru listamannanna í borgunum.

Frekari upplýsingar veitir Cheryl.


Asía og Eyjaálfa

Þó nokkrir íslenskir tónlistarmenn hafa gert út á Asíu markað en þar er lifandi tónlist mjög vinsæl. Aðrir hafa líka náð góðri spilun í Ástralíu og Nýja Sjálandi en það tengist yfirleitt því að hafa góða útgefendur þar, en þar hafa bæðí Asgeir, Sólstafir, Ólafur Arnalds og EmilíanaTorrini gert góðar tónleikaferðir. Kína er hinsvegar aðallega tónleikamarkaður en nokkuð snúinn, því yfirleitt þarf viðkomandi listamaður að vera nokkuð þekktur til að komast þar inn.

Útón hefur haft samband við tónleikahaldara í Kína sem hafa unnið með listamönnum á borð við Emiliönu Torrini, múm, Bang Gang, Leaves og Hugum, sem hafa náð mikilli spilun á Spotify, en síðan hafa flytjendur í sígilda og samtímatónlistargeiranum einnig gert ferðir til Kína. Útón er lítil útflutningsskrifstofa og þarf að velja vel með tilliti til markaðssóknar en þessir markaðir í Asíu eru enn sem komið er nokkuð dýr kostur, sérstaklega með tilliti til ferðakostnaðar og því er ÚTÓN ekki sem stendur með verkefni í gangi þar, sérstaklega.

Frekari upplýsingar veitir Cheryl.


Record in Iceland

Á grundvelli laga nr. 110/2016, um tímabundnar endurgreiðslur vegna hljóðritunar á tónlist, er unnt að fá endurgreitt 25% af endurgreiðsluhæfum kostnaði sem fellur til við hljóðritun hér á landi. Markmið laganna er að efla tónlistariðnað á Íslandi. Jafnt innlendir sem erlendir aðilar geta sótt um endurgreiðslu. Hafi meira en 80% af framleiðslukostnaði fallið til hérlendis eru jafnframt endurgreidd 25% af þeim framleiðslukostnaði sem fellur til á hinu evrópska efnahagssvæði. Í lögunum er skilgreint hvað sé endurgreiðsluhæfur kostnaður og hver séu skilyrði endurgreiðslu fyrir útgáfu hljóðrita.

Vefsíða