Tónsetning

tónsetning

Tónsetning (Music synchronisation licensing, eða Sync) er leiga á tónlist til sjónrænna miðla.  

Þá fær leigutaki réttindi frá eiganda tónlistarinnar til notkunar fyrir sjónrænt efni á borð við kvikmyndir, auglýsingar, tölvuleiki og svo framvegis.

Í daglegu máli er talað um að tónlistarmaður fái “gott sync”, til dæmis þegar Ólafur Arnalds seldi lag í kvikmyndina Hunger Games, Jófríður Ákadóttir skrifaði tónlist fyrir Hello Apartment eftir Dakota Fanning og Miu Miu, eða Jón Hallur Haraldsson skrifaði tónlist fyrir EVE Online.

Tónlistarforleggjarar (e. publishers) ota lögum að tónlistarstjórum og fá þóknunum fyrir tónsetningarréttindi sem veitt eru með leyfinu . Margir hafa góð sambönd sín á milli (lesist – klíkuskapur).

ÚTÓN sendir lagalista til tónlistarstjóra í BNA og Evrópu, sem og til umboðsmanna (e. pitching agents) sem þaðan senda tónlist til tónlistarstjóra á heimsvísu.

Umboðsskrifstofa tónsetningar (e. sync agency) ber ábyrgð á að senda nýútgefið efni til umsjónarmanna tónlistar (e. music supervisors) og tryggja / semja um staðsetningar. Umboðsmenn tónsetningar vinna samkvæmt þóknun, sem er um 15-30% af upphæðinni sem þeir tryggja.

BNA

Staci Slater - The Talent House

Rachel Komar - Hyperextension

UK/EU

Pam Lewis-Rudden - Plutonic Group

Listanum má alltaf breyta, og alltaf má bæta við fleiri umboðsmönnum sem vilja vinna með íslenska tónlist.

Við hvetjum eindregið alla til að hafa samband við þessar umboðsskrifstofur. Þið sjáið um að tala beint við þær í gegn um samningaviðræður - ÚTÓN sendir tónlistina og skrifstofurnar ganga frá samningum.

Staðsetning tónlistarstjóraumboðsmanna getur verið hvar sem er -staðsetning þeirra ætti ekki að trufla að kynna tónlistina þína á heimsvísu.

Þú/Þið eigið ALLTAF lokaákvörðun um hvort að lagið megi vera notað eða ekki. Vegna þess hvernig tónlistarstjórar vinna, krefjumst við forsamþykkis (pre-clearance) svo hægt sé að taka ákvarðanir eins fljótt og hægt er.