Showcase Hátíðir

ÚTÓN hefur stofnað til samstarfs við nokkrar mikilvægar showcase hátíðir í Evrópu og víðar. Áhersla er lögð á þessar hátíðir þar sem þær eru frábrugnar hefðbundnum tónlistarhátíðum þar sem stór hluti tónleikagesta eru aðilar úr tónlistarbransanum. Þá eru það ýmist bókarar, umboðsmenn, fólk frá útflutningsskrifstofum, plötuútgáfum, PR fyrirtækjum og fleira. Þeim er ýmist boðið á hátíðina af skipuleggjendum eða þeir koma þangað til að kynnast öðru bransafólki, en tengsl eru oft mjög mikilvæg í þessum geira. Annað sem er öðruvísi við showcase hátíðir er að það er hægt að sækja um að koma fram á þeim, oftast á heimasíðu hátíðarinnar, en hefðbundnar hátíðir notast oftast einungis við bókunarskrifstofur og/eða bókunarteymi og engin umsóknareyðublöð má finna á heimasíðum þeirra.

Einnig er oft haldin ráðstefna í kring um showcase hátíðir þar sem er hægt að fræðast um allt það nýjasta í tónlistarbransanum, hlustað á pallborðsumræður frá fólki sem hefur staðið sig vel og svo framvegis.

ÚTÓN hvetur íslenskar hlómsveitir til þess að sækja um framkomu á þessum hátíðum, og ef að hljómveit er bókuð, þá á hún rétt á styrk sem nemur 50.000 kr. á hvern hljómsveitarmeðlim (+1 stuðningsaðila eins og umboðsmann eða hljóðmann) í gegn um Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar.

Mikilvægar upplýsingar!

 
 
Webberlin10logo.jpg

Ja Ja Ja Klúbbakvöld í Berlin og London

Ja Ja Ja er norrænt verkefni sem er rekið af NOMEX. Ja Ja Ja heldur úti bæði tónlistarhátíð og klúbbakvöldum í London og Berlín. Lykilaðilum úr tónlistarbransanum er boðið á viðburðina, m.a. blaðamönnum frá vinsælum tónlistarbloggum, bókurum og plötuútgáfum. Þannig eru klúbbakvöldin mikilvægur vettvangur fyrir Norrænar hljómsveitir sem stíga sín fyrstu skref inn á ákveðna markaði. Oftast er uppselt á öll klúbbakvöld og eru þau gríðarlega vinsæl.

 

by:Larm

by:Larm er haldin í Osló í byrjun árs.

JazzAhead

Haldin ár hvert í Bremen. Hægt er að sækja um að spila á hátíðinni hér. ÚTÓN hefur síðastliðin ár verið með bás þar sem íslensk djasstónlist er kynnt sérstaklega.

Wacken Metal Battle

Útón hefur stutt við metal bönd frá íslandi sem hafa farið til Wacken, hjá Hamborg, til að spila en sigurvegari keppninnar hér fer alltaf út ef hægt er.

The Great Escape

The Great Escape er showcase hátíð haldin í Brighton í Bretlandi í maí og er sótt af breska tónlistariðnaðunm.

Reeperbahn

Reeperbahn er haldin í september í Hamborg.

Classical:NEXT

Ráðstefna og tónlistarhátíð tileinkuð sígildri og samtímatónlist í Rotterdam, í mai, ár hvert. Islensk tónverkamiðstöð hefur sótt hátíðina í tvígang síðust ár og kynnt íslenska höfunda og tónverkl í þeim geira.

Eurosonic Noorderslag

Ísland var fókusland á Eurosonic 2015 og 19 hljómsveitir komu fram á hátíðinni. Eurosonic er hátíð sem einblínir á lifandi flutning tónlistar og eru samtök tónlistarhátíða, ETEP, í samstarfi við hátíðina. Þeir sem leitast eftir frekari bókunum á hátíðir og tónleika eru hvattir til þess að sækjast eftir því að koma fram á hátíðinni.