Útflutningssjóður

MARKAÐSSTYRKIR

 
analytics-charts-computer-669612.jpg
 

Markaðsstyrkir eru frábrugðnir ferðastyrkjum…

Að því leiti að þeir eru ætlaðir til þess að gera tónlistarmönnum kleift að framkvæma stærri kynningarverkefni. Styrkirnir eru veittir fjórum sinnum á ári. Þá er úthlutað tveimur styrkjum að upphæð 500.000 kr. og einum að upphæð 1.000.000 kr. hverju sinni. Stjórn Útflutningssjóðs áskilur sér þann rétt að veita umsækjendum hærri eða lægri upphæðir eftir fjárþörf og gæðum verkefnisins. Umsóknarfrestir ár hvert eru fyrir 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember.

Umsóknareyðublaðið fyrir markaðsumsóknina er ítarlegra en fyrir ferðastyrkinn. Fjárhagsáætlun verður að fylgja með umsókninni (líkt og með ferðastyrk). Einnig má senda með önnur fylgigögn svo sem kynningaráætlun, tilboð frá kynningar-skrifstofu/manneskju og fleira sem getur styrkt umsóknina. Upplýsingar sem verða að koma fram eru tilgreindar á umsóknareyðublaðinu sem má nálgast hér að ofan. Til þess að auðvelda þér að sækja um styrkinn getur þú sótt ráða til okkar með því að senda tölvupóst á utflutningssjodur@icelandmusic.is.