ÚTFLUTNINGSSJÓÐUR

REYKJAVÍK LOFTBRU

 
pexels-photo-297755.jpeg
 

ÚTÓN sér um umsýslu fyrir Reykjavík Loftbrú fyrir hönd Reykjavíkurborgar, Icelandair, STEF og FÍH og FHF.

Reykjavík Loftbrú er ætluð til þess að styðja við bakið á íslensku tónlistarfólki sem vill hasla sér völl á erlendri grundu og kynna um leið Reykjavík, land og þjóð. Í stofnun sjóðsins felst viðurkenning á hlut tónlistar og lista í kynningu á Reykjavík sem nútímalegrar tónlistar- og menningarborgar og  spennandi viðkomustaðar ferðamanna.

Stjórn Reykjavíkur Loftbrúar samþykkti á stjórnarfundi sínum í febrúar 2018 að framlengja starfstíma sjóðsins með breyttum áherslum til desember 2018.

Sú breyting hefur orðið á sjóðnum að Reykjavík Loftbrú veitir nú ferðastyrki að andvirði 2 m.kr. hver til allt að fimm verkefna sem styrkþegar fá í formi gjafabréfs sem hægt er að nota til að kaupa flugferðir með Icelandair. Fyrsta úthlutun fer fram í maí á þessu ári en undir lok ársins verður tekin ákvörðun um hvort sjóðurinn haldi áfram að starfa með þessu breytta sniði. Sérstök fimm manna valnefnd er skipuð til að fara yfir umsóknir. Umsóknarfrestur árið 2018 var til 17. apríl en tilkynnt var um úthlutanir fimmtudaginn 3. maí. Ekki er tekið við umsóknum eins og er.

Athugið að skilyrðum fyrir styrkveitingu hefur verið breytt. Ekki er lengur nauðsynlegt að hafa komið fram á Iceland Airwaves en ætlast er til að umsækjendur leggi fram áætlun um tónleikahald og/eða framkomu tengda fjölmiðlum og kynningarviðburðum á erlendum vettvangi á því tímabili sem styrkjarins nýtur við (miðað er við 20 mánuði eða út árið 2019) ásamt staðfestingu á samstarfi við tónleikabókara og/eða útgefanda eða aðra sambærilega aðila. Skilyrði fyrir styrkveitingu er umsækjendur:

  • Hafi gefið út efni með eigin verkum og/eða flutningi.

  • Starfi með tónleikabókara og/eða útgefanda (eða öðrum sambærilegum aðila) sem vinnur að framgangi þeirra á erlendum vettvangi .

  • Geti lagt fram gögn um verkefni á erlendri grundu sem að mati úthlutunarnefndar er talið geta styrkt ímynd Reykjavíkur og Íslands alls sem uppsprettu framsækinnar menningar og öflugs tónlistarlífs.

Sjóðnum er þó einungis ætlað að styrkja þau verkefni sem eru á þeim stað að þurfa aðstoð við að ná endum saman á tónleika- og kynningarferðum erlendis.  

Skilyrði fyrir styrkveitingu og reglur sjóðsins má nálgast hér. Lesið vel yfir áður en umsókn er fyllt út.

Nauðsynlegt er fyrir styrkþega að fylla út greinargerð fyrir lok ársins. Hér má nálgast greinargerðina sem nauðsynlegt er að fylla út.

Spurningar varðandi Reykjavík Loftbrú skal senda á loftbru@gmail.com.