20 under 30: Opið fyrir tilnefningar

Útón vill vekja athygli á því að opið er fyrir tilnefningar til ,,Nordic Music Biz 20 under 30”.

Í ört vaxandi tónlistariðnaði eru norðurlöndin einn stærsti markaður heims í skráðri tónlist á heimsvísu. Mikilvægur hluti þess er fólkið sem stendur á bak við tónlistarfólkið, þá ekki síður ungt fólk sem færir á borð ný sjónarmið, hugmyndir og viðskiptamódel í þessum sífellt breytilega og stækkandi iðnaði.

Allir geta sent inn tilnefningar, en einungis er hægt að tilnefna þá sem starfa innan tónlistariðnaðar á norðurlöndunum, og eru undir 30 ára.

Athugið að hér má einnig tilnefna einstaklinga sem starfa í fyrirtækjum/samtökum sem tengjast tónlistariðnaði norðurlandanna nánum böndum. Einstaklingar sem urðu 30 ára árið 2018 teljast fullgildir til tilnefningar.

Senda má inn tilnefningu hér

Taka þarf fram: Fullt nafn tilnefnds einstaklings, starfsemi og titil, auk þess sem lýsa skal afrekum þess tilnefnda á árinu 2018 og hvers vegna þú telur að einstaklingurinn eigi að vera á listanum.

Árlegur listi ,,Nordic Music Business’ 20 under 30” verður tilkynntur í Febrúar 2019 á by:Larm music conference and festival  -sem er stærsta samkoma norræna tónlistariðnaðarins á heimsvísu.

Skilafrestur er 18.desember


Iceland Music