Fjármögnun

Fjárhagsáætlanagerð

 

Vegna umsókna í Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar – ferðastyrkir

Á heimasíðu ÚTÓN er umsóknareyðublað fyrir Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar. Í umsóknarferlinu er kveðið á um að fyllt sé út fjárhagsáætun, en boðið er upp á staðlaða fjárhagsáætlun þar sem allir algengustu kostnaðarliðir eru teknir fram og skjalið reiknar einnig út heildar upphæðina. Hægt er að sækja þetta skjal hér og stuðst verður við það í þessari grein.

Ástæður fyrir því að beðið er um ítarlega kostnaðaráætlun eru ýmsar. Í fyrsta lagi til þess að greina fjárþörf verkefnisins. Í öðru lagi hafa þær ákveðið fræðslugildi, en margir tónlistarmenn fara í tónleikaferðalög án þess að gera sér fyllilega grein fyrir kostnaðinum við slíka ferð. Með því að fylla út svona skjal þá gefur það góða heildarmynd á fjárfestingunni sem verið er að kosta.

Það fyrsta sem þarf að taka fram er að tekjur og gjöld verða að stemma. Þannig að dálkurinn sem heitir “Samtals tekjur” á vera með nákvæmlega sömu tölu í og dálkurinn “Samtals gjöld”. Ef svo er ekki hefur eitthvað farið úrskeiðis.

Gjöld

Flugmiðar Hér skal taka fram heildarkostnað á flugmiðum sem þarf að kaupa í ferðinni. Ef Loftbrú er þegin þarf bara að taka fram greidda skatta. Þessi upphæð er vanarlega í kring um 30.000 kr. til Evrópu og 50.000 kr. til Bandaríkjanna og víðar.

Yfirvigt Oft er hægt að finna upplýsingar um kostnað við yfirvigt á heimasíðum flugfyrirtækja. Hér eru til dæmis upplýsingar frá Icelandair og WOW Air.

Lestarmiðar og bílaleigubíll Þessar upplýsingar má einnig finna á internetinu þegar bókað er.

Bensín og skattar Ef það á að keyra í ferðinni þá er hægt að kortlegga alla ferðina í Google Maps. Hægt er að bæta við mörgum áfangastöðum, og Google reiknar út fyrir þig vegalengd og vegtolla sem þú þarf að greiða. Þegar þú veist vegalengdina er hægt að sjá nokkurn veginn hvað bensín mun kosta, ef eyðsla bílsins er einnig vituð. Hér eru nokkur dæmi um eyðslu sem hægt er að miða við ef hún er ekki vituð, þó flestar upplýsingar um eyðslu má finna auðveldlega á netinu:

Toyota Yaris (smábíll) 6.3 L/100km
VW Golf 6.3 L/100km
Toyota Avensis Station 7 L/100km
Volkswagen Caddy Maxi 7 sæta 5.9 L/100k
Ford Transit 9 sæta 6 L/100km
Ford Transit 14 sæta 6.53 L/100km

Gisting Verð á nótt * nætur * manns.

Dagpeningar Þetta er sú upphæð sem allir í ferðinni nota til þess að halda sér uppi, þ.e. leigubílar, matur, ferðir í neðanjarðarlest o.þ.h. Þetta er þá föstu upphæð á dag * dagar * manns. Hér er hægt að reikna þetta út miðað við dagpeninga ríkisstarfsmanna.

Gerð kynningarefnis Ef tónlistarmaður gerir eigið kynningarefni vegna ferðarinnar (t.d. EPK, flyerar, plaköt) þá skrifast sá kostnaður hér.

Þóknun 3. aðila Þetta getur verið ýmislegt, en t.d. PR fyrirtæki sem sér um kynningu á ferðinni eða aðrir sem koma að kynningu á ferðalaginu.

Önnur kynning T.d. auglýsingar á Facebook eða annar tilfallandi kynningarkostnaður.

Hljóðmaður Laun til hljóðmanns.

Skipulagning og fararstjórn Laun til “Tour Manager”.

Backline leiga Kostnaður við leigu á backline.

Þóknun tónlistarmanna Launin sem tónlistarmaðurinn / hljómsveitin borgar sjálfum sér (umfram dagpeninga). Þessi reitur á ekki að vera 0.

Annar kostnaður Annar tilfallandi kostnaður sem ekki hefur verið tekinn fram t.d. laun til session leikara. Það þarf að taka fram sérstaklega hver þessi kostnaður er.

Tekjur

Föst laun vegna tónleikahalds Hér skrifast sú laun sem fást sem föst upphæð frekar en hluti af miðasölu.

Laun frá öðrum aðilum Þetta er oftast fyrirframgreiðsla eða “tour support” frá plötufyrirtæki, en getur líka verið önnur laun.

Sala á varningi Einhver ágiskun um hvað tekjur verða vegna sölu á varningi eins og geisladiskum, bolum og töskum. Best er að reyna að meta hversu mikið er selt af hverju á hverjum tónleikum, svo margfaldað það með fjölda tónleika.

Hluti af miðasölu Stundum fást laun sem hluti af miðasölu frekar en fast gjald. Oft er hægt að fá einhverja tilfinningu um hvernig miðasala gengur fyrirfram, en ef það er ekki vitað er hægt að miða við fjölda manns sem tónleikastaðurinn tekur og kannski 80% af þeirri tölu er það sem er miðað við. Þá er ekki gert ráð fyrir að hver staður sé fullur, en þó sé frekar vel mætt á tónleika. Hver umsækjandi verður að meta þessa tölu fyrir sig.

Útflutningssjóður Upphæð sem sótt er um í Útflutningssjóð

Styrkur 1, Styrkur 2 Aðrar upphæðir sem fást hafa í verkefnið.

Þegar búið er að fylla út alla þessa reiti er komið að reitunum “Eigið framlag”.

Tekjur og gjöld eiga að stemma, þannig að reitirnir “Samtals tekjur” og “Samtals gjöld” hafa sama gildi.

Ef tekjur eru hærri en gjöld, þá bætist mismunurinn í dálkinn  “Þóknun tónlistarmanna. Það þýðir að allar tekjur umfram kostnað við tónleikaferðina bætist við laun til tónlistarmanna. Ef gjöld eru hærri en tekjur, þá fer mismunurinn undir “Eigið framlag”, en ef kostnaður er hærri en tekjur þá þarf tónlistarmaður að greiða þann mismun. Nú ættu tekjur og gjöld stemma.

Ef einhverjar spurningar vakna má beina fyrirspurnum á utflutningssjodur@icelandmusic.is.