Útflutningssjóður

FERÐASTYRKIR

 
blurred-background-bus-camper-385998.jpg

Komdu út
We’ll get on the magic school bus.

 
 

Ferðastyrkir eru veittir í hverjum mánuði. Hvert verkefni sem hlýtur styrk fær 50.000 kr. á mann, að hámarki 400.000 kr. eða 8 manns.

Helstu skilyrði 

  • Miðað er við að tónlistarmaður/menn komi fram á minnst 4 tónleikum til þess að eiga rétt á ferðastyrk. Undantekning er gefin þegar tónleikar eru sérstaklega mikilvægir fyrir hljómsveitina / verkefnið, þá ef komið er fram á showcase hátíð sem ÚTÓN er í samstarfi við (SPOT Festival, by:Larm, Ja Ja Ja, JazzAhead, Eurosonic Noorderslag, Reeperbahn, InJazz, Classical:NEXT, Wacken Metal Battle, MaMA Festival & Convention, Winnipeg Folk Festival) eða þegar tónskáld vill vera viðstatt frumflutning á verki sínu erlendis.

  • Fjárhagsáætlun verður að fylgja umsókn, annars er hún ekki tekin til greina.

  • Styrkir eru ekki veittir aftur í tímann.

Uppfyllt skilyrði þýðir að umsókn sé gild en tryggir þó ekki úthlutun úr sjóðnum.

Undantekningar:

Í sérstökum undantekningartilvikum er veittur ferðastyrkur umfram 50.000 kr. á mann. Til dæmis þegar á við um umfangsmikið tónleikaferðalag þar sem minni atriði hitar upp fyrir mun stærra atriði með tilheyrandi kynningu og stækkun aðdaéndahóps. Stjórn áskilur sér rétt að hækka styrk í allt að 100.000 kr. á mann eftir hvaða heimshluta ferðalagið á sér stað.