Back to All Events

Fræðslukvöld: Opinberun ÚTÓN.is

  • Tónklasinn 105 Laugavegur Reykjavík Iceland (map)

Fimmtudaginn 18. október mun ÚTÓN opinbera nýja heimasíðu sína og býður af því tilefni til kynningarfundar. Á fundinum verður ný heimasíða kynnt auk þess sem við munum fara yfir helstu verkefni og áherslur komandi árs og svörum spurningum viðstaddra. Meðal þess sem farið verður yfir verður aðkoma ÚTÓN að showcase hátíðum erlendis, kynning á Útflutningssjóði, hvaða ráðgjöf er í boði hjá ÚTÓN og margt fleira.

Boðið verður upp á kaffi og meððí. Fundurinn er haldinn í Setri skapandi greina sem er við hlið skrifstofu ÚTÓN á Hlemmi (innangengt). 

Við hvetjum alla til að mæta, fagna nýrri heimasíðu með okkur og kynna sér starfsemi ÚTÓN.

Earlier Event: 19 September
Reeperbahn Festival
Later Event: 20 October
Óperudagar