Þjónusta


ÚTÓN veitir margvíslega þjónustu við tónlistarmenn og aðila í tónlistarbransanum.

 

Fróðleikur

Best er kynna sér fróðleik hér á heimasíðunni og fylgjast vel með. Við auglýsum þegar hægt er að sækja um framkomu á stórum tónlistarhátíðum og þegar mikilvæg tækifæri bjóðast íslenskum tónlistarmönnum sem og fræðslukvöldum. Bæði er hægt að skrá sig á póstlistann og fylgja ÚTÓN á Facebook. Einnig er bent á að senda fyrirspurnir á info@icelandmusic.is.

 

Icelandmusic.is

ÚTÓN rekur heimasíðuna www.icelandmusic.is en sú síða fær heimsóknir frá öllum heimshornum og er sérstaklega ætluð til að fræða erlenda aðila um það sem er að gerast í íslenskri tónlist. Markhópurinn eru fagaðilar í tónlistargeiranum og áhugamenn um íslenska tónlist. Einnig er sent út netfréttabréf á tveggja vikna fresti. Áskrifendur eru yfir 15,000 og eru að mörgu leyti fagaðilar eins og bókarar, útgáfur og tónlistarhátíðir sem ÚTÓN hefur tengst við í gegn um tíðina.

Til þess að fá umfjöllun á síðunni og í fréttabréfi skal senda allar fréttatilkynningar á ensku á ristjórann okkar zoe@icelandmusic.is. Upplýsingar um tónleika erlendis sendast (einnig á ensku) á imx@icelandmusic.is.

 

Styrkir

ÚTÓN tekur við umsóknum um Reykjavík Loftbrú og Útflutningssjóð íslenskrar tónlistar. Hægt er að sækja um báða styrki á uton.is, og ráðgjöf er veitt í gegn um netfangið utflutningssjodur@icelandmusic.is og loftbru@gmail.com. Einnig er hægt að biðja um viðtalstíma vegna umsókna eða hringa í sína 588 6620.

Umsóknarfrestur fyrir ferðastyrki Útflutningssjóðs og Loftbrú er fyrir 1. hvers mánaðar. Markaðsstyrkir eru úthlutaðir ársfjórðungslega.

 

Ráðgjöf

Ef þörf er á enn dýpri þekkingu og ráðgjöf er hægt að bóka viðtalstíma starfsfólki ÚTÓN. Tímarnir eru yfirleitt hálftími í senn.