Export ready

Hvað er tilbuið til útflutnings / Export Ready?

 
 

Öll útflutningsverkefni sem ÚTÓN styður við þurfa að vera tilbúin til útflutnings og falla því eftirfarandi skilgreiningu:

  • Búin að gefa út tónlist sem er aðgengileg á öllum helstu miðlum og streymisveitum (t.d. Spotify, iTunes), miðað er við að nýjasta efnið sé ekki eldra en 5 ára.

  • Hafa reynslu af því að spila tónlist sína á lifandi vettvangi.

  • Með umgjörð utan um tónlistarverkefni sitt og búin að móta áherslur í markaðssókn. Mega líka gjarnan að vera í samvinnu við umboðsmenn, útgáfufélög, tónleikabókara eða aðra viðskiptaaðila erlendis.

  • Vera með kynningarefni tilbúið á netinu, myndir, tónlist, heimasíða eða sambærileg samfélagsmiðla viðvera.

Til að uppfylla skilyrði sem “íslenskt tónlistafólk”, verður annað hvort að:

  • Hafa búið á íslandi lengur en eitt ár, OG

  • Kynnt sem íslenskt (IS) eða íslenskt að hluta til, OG

  • Hafa íslenskan ríkisborgararétt, EÐA

  • Vera búsett á Íslandi. Ef fólk býr ekki lengur á landinu þá þarf að sýna fram á sterk bönd við landið.

float-floating-globe-1275393.jpg

Export ready
Ertu tilbúin fyrir heiminn?